Tvö börn sögð hafa látið lífið í árás Íran á Pakistan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 17. janúar 2024 06:55 Íranir gerðu árás innan landamæra Pakistan í gær. Getty/Morteza Nikoubazl Pakistanar segja að tvö börn hafi látið lífið og að þrír séu særðir eftir að Íranir gerðu loftárásir innan landamæra nágrannaríkisins í gær. Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir. Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Íranir segjast hafa verið að uppræta bækistöðvar vígamanna úr röðum Jaish al-Adl en Pakistanar hafna því og segja um ólöglega árás á fullvalda ríki að ræða sem gæti haft alvarlegar afleiðingar. Pakistan er þriðja ríkið, á eftir Sýrlandi og Írak, sem Íranir hafa gert árásir á síðustu daga. Írönsk árás á Pakistanskt landsvæði er nær án fordæma en um er að ræða héraðið Balokistan sem er á landamærunum. Þar hafa vígahópar á borð við Jaish al-Adl löngum þrifist Utanríkisráðuneyti Pakistan skrifaði í yfirlýsingu í gær að árásin væri tilefnislaus árás. Ráðuneytið sagði árásina gjörsamlega óásættanlega og bætti við að það sem ylli enn meiri áhyggjum væri það að árásin hafi verið framin þrátt fyrir að Pakistan og Íran ættu í opnum samskiptum. Spennustigið á svæðinu hefur verið mjög hátt síðan átök hófust á Gasaströndinni í byrjun októbermánaðar. Íranir hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki flækjast inn í alþjóðleg átök en ákveðnir hópar innan hersins hafa haldið úti árásum á Ísrael og bandamenn þess til að sýna Palestínumönnum stuðning. Þá hefur Hezbollah í Líbanon hefur þá átt í átökum við Ísraela á norðanverðum landamærum Ísraels við Gólanhæðir. Þar að auki hafa vígasveitir ráðist á Bandaríkjaher í Írak og Sýrlandi með eldflaugum og drónum. Hútar í Jemen hafa sömuleiðis beint spjótum sínum að skipum í Rauðahafi. Ísraelar hafa einnig beint spjótum út fyrir eigin landamæri, meðal annars með árás í Líbanon þar sem leiðtogi Hamas var drepinn. Þá hafa Bandaríkjamenn ráðist á vígasveitir í Írak og Jemen, þar sem leiðtogar hjá vígasveitum hafa verið drepnir.
Íran Pakistan Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41 Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29 Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Fordæma „gáleysislega og ónákvæma árás“ í Erbil Bandaríkin hafa fordæmt loftárás Íran nærri írösku borginni Erbil í gær og segja hana „gáleysislegarog ónákvæma árás.“ 16. janúar 2024 07:41
Skutu á sextíu skotmörk í Jemen í nótt Bandaríkjamenn og Bretar gerðu í gærkvöld og í nótt umfangsmilkar árásir á Húta í Jemen. Hersveitir vesturveldanna vörpuðu sprengjum á tugi staða, sem notaðir eru af Hútum. 12. janúar 2024 06:29
Felldu annan háttsettan á leið í jarðarför Yfirmaður drónadeildar Hesbollah-samtakanna í Suður-Líbanon var felldur í líklegri loftárás Ísraela í dag. Maðurinn hét Ali Hussein Barji og er talinn hafa verið að sækja jarðarför annars leiðtoga samtakanna sem felldur var í loftárás í gær, þegar bíll hans varð fyrir sprengju. 9. janúar 2024 15:25