Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2024 17:23 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Logi Einarsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, voru í Pallborðinu í dag. Vísir/Ívar Fannar Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify. Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Í Pallborðinu í dag, þar sem fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu til leiks, sagði Logi Einarsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, að flokkur hans hefði engan áhuga á pólitískum óstöðugleika við þær aðstæður sem nú væru uppi, og vísaði þar til Grindavíkur. „Hins vegar verðum við að horfa til þess að flokkar þvert á stjórn og stjórnarandstöðu eru einhuga um verkefnin varðandi Grindavík, og við getum alveg keyrt þau áfram þó svo að sigli í kosningar,“ sagði Logi. Pólitíski óstöðugleikinn birtist hins vegar innan ríkisstjórnarinnar, sem „kemur fram á hverjum morgni eins og ástlaus og örg hjón sem garga á hvert annað, og geta ekki komið fram með þær nauðsynlegu aðgerðir sem þarf til, til dæmis til að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Logi. Burtséð frá atburðum í Grindavík, sem Logi segir að allir flokkar á þingi geti unnið saman að því að bregðast við, þá sé ríkisstjórnin sjálf ljónið í veginum í svo mörgum öðrum málum. Ríkisstjórnin ósammála sjálfri sér í grundvallaratriðum Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tók undir það með Loga að ekki þyrfti nákvæmlega þessa ríkisstjórn til að bregðast við neyðarástandi í Grindavík. „Og það þarf ekki þessa ríkisstjórn til að takast á við verkalýðshreyfinguna, vegna þess að verkalýðshreyfingin er bara mjög skýr með hvað hún þarf. Það sem flækir málin líka er að þau eru ekki innbyrðis sammála um að það eigi að vera gott og öruggt og tryggt velferðarkerfi á Íslandi,“ sagði Þórhildur Sunna. Pallborðsþáttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Eins má hlusta á Pallborðið á Spotify.
Pallborðið Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Alþingi Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira