Má ekki vera viðstaddur mál lögmanns Eddu Bjarkar Jón Þór Stefánsson skrifar 17. janúar 2024 18:45 Frá hægri: Sigurður Örn, Edda Björk, og Hildur Sólveig. Samsett Sigurður Örn Hilmarsson, formaður lögmannafélags Íslands, mátti ekki vera viðstaddur þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ákvörðun var tekin um hvort lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu fengi heimild til að skoða rafræn gögn í farsíma konu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins. Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu er síminn sem um ræðir í eigu Hildar Sólveigar Pétursdóttur, lögmanns Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem hlaut tuttugu mánaða fangelsisdóm í Noregi á dögunum fyrir að nema börn sín á brott. Lögreglan lagði hald á símann þegar Hildur var handtekin, þann 21. desember í samþættum aðgerðum lögreglu sem urðu meðal annars til þess að synir Eddu Bjarkar fundust og voru fluttir til föður síns. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að þinghaldið skuli vera lokað. Í úrskurði héraðsdóms segir að þegar málið hafi átt að vera tekið fyrir hafi Sigurður verið viðstaddur í dómsal. Saksóknari, fyrir hönd lögreglustórans á höfuðborgarsvæðinu, mótmælti viðveru hans, en ekki verjandi Hildar. Sigurður hélt því fram að aðkoma hans væri „einvörðungu í þágu lögmannastéttarinnar“ enda sé hann formaður lögmannafélagsins. Honum þætti því mikilvægt að fá kost á að fylgjast með þinghaldinu, og benti á að hann væri bundinn þagnarskyldu um það sem leynt ætti að fara. Dómari sagði hins vegar að þinghaldið skyldi vera lokað og krafðist Sigurður úrskurðar þess til staðfestingar. Hver sem er geti mætt sé þinghaldið opið Í skriflegum úrskurði segir að ákvörðunin byggi á því að rannsókn málsins sé enn á frumstigi og að „fyrirsjáanlegt verði að farið verði yfir gögn sem eðli málsins samkvæmt þarf að ríkja trúnaður um.“ Dómari hafi því ekki séð sér fært að hafa þinghaldið opið, en þá væri ekkert því til fyrirstöðu að aðrir aðilar, sem væru ekki í sömu stöðu og Sigurður, sem formaður lögmannafélagsins, myndu fylgjast með þinghaldinu sem gæti skaðað rannsóknarhagsmuni málsins.
Mál Eddu Bjarkar Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30