„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:31 Bjarki Már var svekktur á svip þegar fréttamaður spurði út í leik gærkvöldsins. vísir / vilhelm Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. „Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
„Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira