„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur reynt að efla trú leikmanna eftir tapið slæma gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31