„Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. janúar 2024 18:30 Loftmyndir af hrauninu sem varð tveimur húsum í Grindavík að bráð. Tugir pípara fóru inn í bæinn á síðustu tveimur dögum til að yfirfara pípulagnir en þeir forðuðust yfirlýst hættusvæði. Vísir/Björn Steinbekk Pípararar sem yfirfóru hús í Grindavík létu sér ekki nægja að sinna lögnum heldur vökvuðu þeir líka blómin. Grindvíkingur segir gjörninginn hafa fyllt hjarta sitt af gleði. Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Félag pípulagningameistara sendi tæplega fimmtíu pípara í fyrradag til Grindavíkur til að koma hita á húsin þar og í gær voru þrjátíu pípara til viðbótar sendir. Hús Klöru Bjarnadóttur, Grindvíkings, var eitt húsanna sem pípararnir yfirfóru en hún greindi frá því á Facebook að þeir hefðu ekki bara sinnt lögnum heldur líka blómum fjölskyldunnar. „Hrós dagsins fá allir pípulagningamenn sem eru að störfum inní Grindavík. Við fengum símtal frá pípara þar sem hann nefndi allt sem var gert heima... þeir yfirfóru ofnakerfið, lokuðu fyrir og tóku þrýstinginn af neysluvatninu og settu svo frostlög í klósettið. Ójá, svo vökvuðu þeir öll blómin okkar. Hugulsemin er einstök,“ skrifar hún í færslunni. Vísir hafði samband við Klöru til að forvitnast frekar út í þennan skemmtilega gjörning. Mikil gleði í hjartað Eins og margir aðrir Grindvíkingar fór Klara með lyklana að húsi sínu í Tollhúsið í fyrradag til að pípararnir kæmust inn. Þau hjónin fengu síðan afar skemmtilegt símtal í gær. „Svo var hringt í manninn minn daginn eftir en við vitum ekkert hvaða píparar þetta voru. Þeir þurftu að spyrja manninn minn út í eitthvað og létu hann vita hvað þeir væru búnir að gera og svo enduðu þeir á Svo vökvuðum við blómin fyrir ykkur, vildum bara láta ykkur vita,“ segir Klara í samtali við Vísi. Var þetta ekki gaman að heyra? „Þetta var svo fallega gert og það kom svo mikil gleði í hjartað eftir allt þetta sem búið er að ganga á. Þá fannst mér líka nauðsynlegt að allir myndu vita af þessu hversu mikil góðmennska er þarna úti,“ segir Klara. Fengu hjálp frá dásamlegu fólki Líkt og aðrir Grindvíkingar hefur fjölskylda Klöru þurft að finna sér nýtt heimili eftir að þau yfirgáfu Grindavík. Þau búa núna í Kópavogi eftir að „Eftir að hafa verið á smá flækingi í fimm vikur þá fengum við húsnæði. Dásamlegt fólk sem við þekktum ekki neitt hafði samband við okkur, við megum leigja þarna eins lengi og við viljum þannig að það er mikið öryggi,“ segir Klara.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Blóm Tengdar fréttir Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Sjá meira
Gefa sér ekki tíma til að óttast Pípulagningameistari sem fer fyrir vinnu í Grindavíkurbæ segir að unnið sé í kappi við tímann við að koma vatni og rafmagni á bæinn. Vinnumenn gefi sér ekki tíma til þess að óttast um eigið öryggi innan bæjarins en fari auðvitað varlega. 17. janúar 2024 11:50