Fyrsti leikur hefst kl. 19:30 þegar Þór og FH mætast. Þórsarar eru að keppast um að komast á topp deildarinnar, en þeir eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar með 20 stig. FH eru í hörkuslag á miðju töflunnar með 14 stig.
NOCCO Dusty og ÍA mætast kl. 20:30. Dusty, eins og áður kom fram vilja halda sér á toppnum en munu þurfa að sigra nýtt lið ÍA sem tapaði sínum fyrsta leik í síðustu umferð gegn FH. ÍA eru í áttunda sæti með 10 stig.
Kl. 21:30 mætast Ármann og Saga í síðasta leik umferðarinnar. Saga getur jafnað Ármann í 3-4 sæti sigri þeir í kvöld, en Ármann eru með 16 stig gegn 14 stigum Sögu.
Fylgjast má með leikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.