Heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu í nýju frumvarpi Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. janúar 2024 17:59 Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, stendur að baki frumvarpinu sem var að lenda í samráðsgátt. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hefur birt drög um lokað búsetuúrræði vegna útlendinga sem „eiga eða gætu þurft að yfirgefa landið“ í samráðsgátt. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að vista útlendinga í lokaðri búsetu á meðan málsmeðferð á stendur. Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Drögin birtust í Samráðsgátt í dag og óskar dómsmálaráðuneytið þar eftir umsögnum um drögin. „Með frumvarpinu er lagt til að heimilt verði að vista útlendinga í lokaðri búsetu þegar tryggja þarf návist útlendings vegna framkvæmdar ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar hjá stjórnvöldum,“ segir í drögunum. Verið sé að hverfa frá gildandi lögum sem kveði á um að heimilt sé að handtaka útlending í þessari stöðu og færa í gæsluvarðhald. Einnig segir að vistun í lokaðri búsetu verði eingöngu beitt sem síðasta úrræði þegar fullnægjandi mat hefur farið fram og ljóst sé að vægari úrræði muni ekki skila árangri. Ekki hægt að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu Frumvarpið kveður einnig á um að óheimilt verði að vista fylgdarlaus börn í lokaðri búsetu. Eingöngu verði heimilt að vista börn í lokaðri búsetu ef þau eru í fylgd með foreldri eða umsjónarmanni. Ríkari kröfur séu jafnframt gerðar til vistunar barna í lokaðri búsetu, strangari kröfur séu gerðar til mats á nauðsyn þess að vista barn auk þess sem gæta þurfi meðalhófs við ákvarðanatöku. Innleiðing á brottvísunartilskipun Þrjár helstu ástæðurnar fyrir frumvarpinu eru tíndar til neðst í drögunum. Í fyrsta lagi sé ekki talið „forsvaranlegt að úrskurða útlendinga í gæsluvarðhald og vista í fangelsi til þess eins að tryggja framkvæmd ákvörðunar um að viðkomandi skuli yfirgefa landið“ Innleiða þurfi að fullu „svokallaða brottvísunartilskipun“ Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlega staðla og málsmeðferð í aðildarríkjum varðandi endursendingu ríkisborgara þriðju landa sem dvelja þar ólöglega. Bregðast þurfi við athugasemdum eftirlitsnefndar með Schengen-samstarfinu við núverandi fyrirkomulag þar sem útlendingar í þessari stöðu séu vistaðir í fangelsi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Hælisleitendur Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira