Kærir mbl til siðanefndar blaðamanna vegna skrifa um flóttamenn Magnús Jochum Pálsson skrifar 20. janúar 2024 22:43 María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp hefur lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar mbl um kæru á hendur ónefndum palestínskum mótmælanda. María Lilja Þrastardóttir hefur kært mbl til siðanefndar blaðamanna vegna fréttar um kæru á hendur palestínskum mótmælenda fyrir hatursorðræðu. María segir fréttina ekki setta fram af heiðarleika eða hlutleysi og gera saklausum mönnum upp alvarlegar sakir. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess. Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Maríu Lilju frá því fyrr í kvöld. Þar segist hún hafa lagt fram kæru til siðanefndar blaðamanna vegna fréttarinnar „Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu“ á vef mbl.is. Hún segir blaðamann fréttarinnar ganga „mjög langt“ í fullyrðingum um hinn kærða sem sé sagður palestínskur mótmælandi. Með fréttinni sé alls óviðkomandi mynd af hópi manna á mótmælum sem haldin voru snemma í október. „Í greininni er jafnframt fullyrt að fleiri hafi viðhaft svipaða orðræðu á samfélagsmiðlinum og tjaldbúðirnar (palestínsku) á Austurvelli þarna nefndar í sömu andrá. Ekki verður því skilið öðruvísi en svo að hér séu saklausum mönnum gerðar upp alvarlegar sakir án nokkurra sannanna. Með þessu þykir undirritaðri máluð upp afar ljót mynd af Palestínumönnum á Íslandi, fólki í afskaplega viðkvæmri stöðu vegna ofsókna og átaka í heimalandi sínu,“ skrifar María í færslunni og telur það brot á annarri, sjöttu og sjöundu grein siðareglna og rökstyður það neðar. Myndaval villandi og einkennist af virðingarleysi Framsetning fréttarinnar sé ekki sett fram af heiðarleika og „ásakanir á hendur stórum hópi fólks, núþegar í viðkvæmri stöðu, hvergi rökstuddar“ að hennar sögn. Út frá myndavali og texta mætti ætla að vinnubrögð blaðamanns væru einungis til þess fallin að kynda undir „(kynþátta)hatur og óvild í garð ákveðins hóps fólks“. Út frá fréttinni megi ætla að hópurinn sem birtist á myndinni liggi sérstaklega undir grun. Hins vegar eigi myndin ekkert skylt við efni umfjöllunarinnar og telur María að því gæti jafnvel verið um að ræða brot á persónuvernd einstaklinganna á myndinni. Fréttin, fyrirsögnin og myndavalið séu „alls ekki sett fram af hlutleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu“ miðað við ofangreind atriði. Enginn blaðamaður skráður fyrir greininni Þá segir María að í fréttinni birtist skjáskot af Facebook-færslu „án nokkurra frekari skýringa um uppruna þess“ og að búið sé að eiga við myndina, nafn notandans afmáð og upprunalegum texta skipt út fyrir þýðingu Google-gervigreindar. Hún vill sömuleiðis undirstrika að myndavalið hafi ekkert með tjaldbúðirnar né kæruna að gera. Myndin hafi verið fengin af mótmælum frá því í október og að mennirnir hafi fengið skiltin sem þeir halda á að láni til uppstillingar fyrir ljósmyndara. „Þetta veit ég þar sem ég lánaði skiltin persónulega og skipulagði þar að auki mótmælin,“ skrifar hún. Að lokum segir hún að mbl hafi ekki brugðist við óskum „um breytingu á framsetningu og/eða óskum um að efnið sé tekið út og endurunnið í samræmi við siðareglur“. Þá segir hún að það veki athygli að enginn blaðamaður sé skráður fyrir greininni líkt og tíðkast á vefmiðlinum. Kæran beinist því gegn fréttastjóra mbl og útgáfufélagi þess.
Fjölmiðlar Palestína Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Tengdar fréttir Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu Lögð hefur verið fram kæra á hendur palestínskum mótmælendum á Austurvelli fyrir hatursorðræðu og hótanir í garð gyðinga á samfélagsmiðlum. 20. janúar 2024 19:40