Vinnubrögðin ófagleg, gætu talist siðblind og beri vott um fégirni Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 19:44 Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson hafa skrifað skoðanagrein til að leiðrétta rangfærslur um þætti um Sigga hakkara. Þau saka danskt þáttagerðarfólk og Stöð 2 um siðleysi og fégræðgi. Foreldrar Bergs Snæs, fórnarlambs Sigga hakkara, segja danskt þáttargerðafólk ljúga til um að þættir um Sigurð hafi verið unnir með þeirra samþykki. Vinnubrögðin séu ófagleg og beri vott um fégirni. Kaup Stöðvar 2 á þáttunum sýni dómgreindarleysi sem jaðri við siðleysi. Þetta skrifa Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson í skoðanagrein á Vísi sem titluð er „Skammist ykkar!“. Þar segja þau sig tilneydd til að tjá sig um þáttaröð um Sigurð Þórðarson, Sigga hakkara, og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar þeirra, Bergs Snæs. „Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri,“ skrifa þau í greininni. „Öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er“ Þau segjast í greininni hafa átt samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þar hafi þau tekið skýrt fram að þau vildu ekki vera tengd gerð þáttanna og að þeim fyndist að það ætti alls ekki að gera þættina. „Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er,“ skrifa þau. „Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu.“ Vitnisburður Bergs hafi verið samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar að sögn rannsóknarlögreglu. Engu að síður hafi saksóknari ákveðið að fella málið niður vegna neitunar Sigurðar þó hægt væri að afsanna orð hans. Nú þegar þættirnir hafa verið gerðir, Stöð 2 búið að kaupa réttinn á þeim og sýna á miðlum sínum segja þau að helsti ótti þeirra um efnistökin hafi raungerst. Það er, að í þáttunum fái Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Vissu ekki að Sigurður færi að grafreit sonarins Þá segjast þau hafa fengið tölvupóst frá þáttagerðafólkinu viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til óska þeirra um að birta ekki mynd af syni þeirra. Þau hafi þakkað fólkinu fyrir að láta vita af því, ítrekað andstöðu sína og afþakkað að haft yrði eftir þeim. „Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona!“ segja þau í greininni. Því til við viðbótar ljúgi þáttagerðarfólkið um að þættirnir hafi verið unnir með þeirra samþykki og snúa hnífnum þannig enn frekar í sárinu. „Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um,“ segja þau. Sýning þáttanna jaðri við siðleysi Þau segja að kaup Stöðvar 2 og sýning á þáttunum beri vott um dómgreindarleysi sem jaðri við siðleysi. Höfuðið sé bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á Vísi. Það hafi tekið aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik og gerð og sýning þáttanna hafi ýft upp sárið. Umfjöllun Vísis um þættina hafi nuddað salti í sárið. „Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn,“ segja þau. Vert sé að nefna að Sigurður eigi ótal fórnarlömb sem þjáist nú vegna umfjöllunarinnar. Þau vilji senda þeim kveðju og faðm og bjóða þeim öllum að hafa samband sem vilja. Að lokum hvetja þau fólk til að hunsa þættina og mótmæla því að Stöð 2 sýni þá. Helst vilji þau að þættirnir verði teknir af dagskrá. Þau hafi ekki viljað tjá sig um málið, hafi talið sig tilneydd og hafi nú sagt allt sem þarf. „Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst,“ skrifa þau. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar. Mál Sigga hakkara Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Mér varð hreinlega óglatt" „Þetta er alrangt. Og það get ég sagt það með góðri samvisku,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður. 17. janúar 2024 07:01 Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Þetta skrifa Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson í skoðanagrein á Vísi sem titluð er „Skammist ykkar!“. Þar segja þau sig tilneydd til að tjá sig um þáttaröð um Sigurð Þórðarson, Sigga hakkara, og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar þeirra, Bergs Snæs. „Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 - sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri,“ skrifa þau í greininni. „Öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er“ Þau segjast í greininni hafa átt samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Þar hafi þau tekið skýrt fram að þau vildu ekki vera tengd gerð þáttanna og að þeim fyndist að það ætti alls ekki að gera þættina. „Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er,“ skrifa þau. „Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu.“ Vitnisburður Bergs hafi verið samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar að sögn rannsóknarlögreglu. Engu að síður hafi saksóknari ákveðið að fella málið niður vegna neitunar Sigurðar þó hægt væri að afsanna orð hans. Nú þegar þættirnir hafa verið gerðir, Stöð 2 búið að kaupa réttinn á þeim og sýna á miðlum sínum segja þau að helsti ótti þeirra um efnistökin hafi raungerst. Það er, að í þáttunum fái Sigurður vettvang til að bulla án ritskoðunar. Vissu ekki að Sigurður færi að grafreit sonarins Þá segjast þau hafa fengið tölvupóst frá þáttagerðafólkinu viku fyrir birtingu fyrsta þáttarins þar sem fullyrt var að tekið hefði verið tillit til óska þeirra um að birta ekki mynd af syni þeirra. Þau hafi þakkað fólkinu fyrir að láta vita af því, ítrekað andstöðu sína og afþakkað að haft yrði eftir þeim. „Þáttagerðarfólkið sleppti að segja okkur að það er myndskeið í þáttunum þar sem Sigurður fer að leiði sonar okkar og nafnið hans á legsteininum sýnt í nærmynd. Það er eitthvað sem, í okkar villtustu draumum, okkur hefði ekki dottið í hug. Að fara með mann sem vitað var - út frá okkar samskiptum - að við fyrirlítum og viljum ekkert tengjast á heilagan stað sem er grafreitur sonar okkar. Þetta er svo ótrúlega ófyrirleitið að við bara getum ekki náð utan um það. Hver gerir svona!“ segja þau í greininni. Því til við viðbótar ljúgi þáttagerðarfólkið um að þættirnir hafi verið unnir með þeirra samþykki og snúa hnífnum þannig enn frekar í sárinu. „Segja má að vinnubrögðin séu í besta falli ófagleg en gætu vel talist siðblind, og bera vott um fégirni. Ef danska þáttagerðarfólkið fellur í seinni flokkinn þá má segja að það sé ekki mikið betra en skrímslið sem þættirnir fjalla um,“ segja þau. Sýning þáttanna jaðri við siðleysi Þau segja að kaup Stöðvar 2 og sýning á þáttunum beri vott um dómgreindarleysi sem jaðri við siðleysi. Höfuðið sé bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á Vísi. Það hafi tekið aðstandendur mjög langan tíma að læra að lifa með þessum harmleik og gerð og sýning þáttanna hafi ýft upp sárið. Umfjöllun Vísis um þættina hafi nuddað salti í sárið. „Við höfum vissulega fengið leiðréttingu á visir.is í formi yfirlýsingar fjölskyldu en lygar danska þáttagerðafólksins standa þarna enn,“ segja þau. Vert sé að nefna að Sigurður eigi ótal fórnarlömb sem þjáist nú vegna umfjöllunarinnar. Þau vilji senda þeim kveðju og faðm og bjóða þeim öllum að hafa samband sem vilja. Að lokum hvetja þau fólk til að hunsa þættina og mótmæla því að Stöð 2 sýni þá. Helst vilji þau að þættirnir verði teknir af dagskrá. Þau hafi ekki viljað tjá sig um málið, hafi talið sig tilneydd og hafi nú sagt allt sem þarf. „Við munum anda okkur í gegnum þetta, hugsa fallega til sonar okkar og allra fórnarlamba Sigurðar, og vona að storminn lægi sem fyrst,“ skrifa þau. Vísir og Stöð 2 eru í eigu Sýnar.
Mál Sigga hakkara Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Mér varð hreinlega óglatt" „Þetta er alrangt. Og það get ég sagt það með góðri samvisku,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður. 17. janúar 2024 07:01 Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01 Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01 Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Mér varð hreinlega óglatt" „Þetta er alrangt. Og það get ég sagt það með góðri samvisku,“ segir Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson blaðamaður. 17. janúar 2024 07:01
Hættulegur strákur: „Ég var mjög hræddur við hann“ Einn þolenda Sigurðar Þórðarsonar, sem er betur þekktur sem Siggi hakkari, segist hafa hræðst um líf sitt. Sigurður hafi ferðast um með byssur, rafbyssur og handjárn svo fátt eitt sé nefnt. Sigurður hafi neytt hann til kynmaka oftar en fimmtíu sinnum. 16. janúar 2024 08:01
Hættulegur strákur: „Tilfinningin var eins og í Hollywood-mynd“ Sigurður Þórðarson, betur þekktur sem Siggi hakkari, segir árin sem hann var virkur í störfum WikiLeaks helst minna á Hollywood-mynd. Hann segir fáránlegt að sér hafi verið treyst fyrir jafn miklu og raun bar vitni þegar hann var bara unglingur. 15. janúar 2024 08:01