Þema kvöldsins var níundi áratugurinn og keppendur fluttu af því tilefni 80s-lög sem endurspegluðu áratuginn. Eins og fyrsta kvöldið voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslit næstu þátta Idolsins ráðast í símakosningu.
Elísabet flutti lagið Don't Stop Believin með Journey, einstaklega vinsælt lag.
Elísabet fór á kostum á sviðinu og var Herra Hnetusmjör heldur betur hrifinn.
„Þetta var flutningur sem rústar svona keppni. Ég hef ekki mikið annað segja, þetta var gjörsamlega fullkomið,“ segir Herra.
Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en áskrifendur geta séð hann í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.