„Ég var að deyja úr alkohólisma en ekki HIV“ Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2024 12:05 Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari segir löngu tímabært að gera upp við þetta tímabil ævi sinnar en það tók sannarlega á. Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari segir tímabært að samfélagið geri upp tímabilið þegar fólki með HIV-veiruna var útskúfað. Sveinn er einn þeirra sem lifði af HIV-faraldurinn eftir að hafa smitast í Noregi á fyrri hluta níunda áratugarins. Í flugvélinni á leiðinni heim til Íslands las hann grein um veiruna og ákvað í kjölfarið að fara í mælingu. Frá þessu segir hann í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Þetta var lítil biðstofa á Borgarspítalanum og ég kynnti mig með fullu nafni. Ég man að konan í afgreiðslunni sussaði á mig þegar ég sagði: Ég er kominn til að fara í svona hommakrabbameinspróf. Þó nokkuð var af fólki á biðstofunni og þetta var nokkuð sem ekki þótti viðeigandi að tala mikið um. Viku seinna var svo hringt í mig og læknirinn sagðist vilja hitta mig í Domus Medica. Ég vissi náttúrulega hvað klukkan sló, en var samt ekki undirbúinn undir þennan skell.“ Héldu loganum í lífskertinu lifandi Haraldur Briem læknir á móti Sveini og sagði honum að hann væri smitaður. „Hann tilkynnti mér að það væru nær engar líkur á bata og að ég ætti ekki mikið eftir. En hann gerði það mjög fallega og það hafði róandi áhrif á mig. Svo lét hann mig fá lítið blað þar sem var búið að skrifa reglur um hvað ég mætti gera og hvað ekki og hvernig ég ætti að umgangast annað fólk. Í stuttu máli var nánast ekkert sem ég mátti gera innan um annað fólk.“ Sveinn segist hafa gengið út með þá vitneskju að hann væri stórhættulegur smitberi. Og hann var uppfullur af skömm. „Ég bjó á þessum tíma hjá vinkonu minni og nýfæddum syni hennar. En þegar ég sýndi henni miðann reif hún hann bara og sagði þetta vera algjöra dellu. Og að ég þyrfti ekki að flytja út. Það var algjör lífsbjörg hvernig hún brást við og hvernig hún kom fram við mig. Hún í raun bjargaði mér með því að lána mér dómgreind og styrk og stappa í mig stálinu. Þetta tímabil er í raun í ákveðinni móðu og það voru klárlega vinir mínir sem héldu í mér lífsviljanum fyrst um sinn og ég á þeim líf mitt að þakka. Þau héldu loganum í lífskertinu mínu gangandi þegar ég var á mínum erfiðasta stað,“ segir Sveinn. Fordómar gagnvart samkynhneigð miklir Sveinn segir erfitt að lýsa því hvernig það hafi verið að vera HIV smitaður á þessum tíma á Íslandi. Og svo því að vera samkynhneigður. „Það var í raun mjög erfitt að vera hommi á Íslandi í kringum 1980 óháð því hvort að maður væri smitaður af HIV eða ekki af því að fordómarnir voru miklir. Ég hafði upplifað mig öðruvísi og útundan nánast alla tíð, en svo fékk ég endanlega staðfestingu á því þegar ég smitaðist af HIV. Hjónin Viðar Eggertsson og Sveinn Kjartansson. Sveinn segir það hljóma sérkennilega en neyslan hjálpaði honum að fúnkera frá degi til dags, að flýja hversdagsleikann. En svo var hún komin úr böndum. Þá leið mér eins og ég væri algjörlega útskúfaður og að ég hafi fengið endanlega staðfestingu á því að ég væri skítugur og ætti að vera útundan.“ Að sögn Sveins er gríðarlega erfitt að vera þannig stemmdur og að það hafi tekið langan tíma að vinna sig út úr því. „Ég óttaðist enn frekari útskúfun og deildi því bara með mínum allra nánustu að ég væri smitaður. Mér leið stundum eins og ég væri með handsprengju innanklæða sem tikkaði og ég vissi ekki hvenær hún myndi sprynga. Svo var líka mikil aðgreining innan hinsegin samfélagsins. Við hinir smituðu og svo hinir. Hinir vildu vita hverjir við værum svo að þeir gætu forðast okkur.“ Var að drepa sig á alkóhólisma Staðan á Íslandi var að sögn Sveins mun verri fyrir samkynhneigða í mörgum öðrum löndum. Hann segir að það hafi breytt miklu fyrir sig þegar hann flutti til Hollands: „Það var ekki fyrr en ég kom til Hollands sem ég lærði að vera hommi í dagsbirtu og þar var viðhorfið allt öðruvísi. Viðkvæðið var að allir ættu að passa sig og taka ábyrgð á sér, en á sama tíma var nánast gengið út frá því að allir væru smitaðir, þannig að það var ekki sama aðgreining og á Íslandi. Ég man vel eftir fyrsta stráknum sem gekk ekki í burtu þegar ég stofnaði til kynna við hann þó að ég væri búinn að segja honum frá smitinu. Hann sagði að í Hollandi horfði samkynhneigða samfélagið þannig á að ábyrgðin væri allra. Viðmótið var allt annað í Hollandi og þar náði ég að anda aftur.“ Þegar Sveinn fór smám saman að átta sig á því að hann myndi líklega lifa lengur en gert hafði verið ráð fyrir var verkefnið það að mæta veruleikanum og tilfinningum sem hann hafði deyft í langan tíma. ,,Það hljómar skrýtið að segja það, en neyslan hjálpaði mér að fúnkera frá degi til dags og ná að flýja hversdagsleikann og þjónaði þannig ákveðnum tilgangi. Ég fór að nota mikið gras og endaði á að reykja yfir mig og fór í meðferð. Ég hef ekki reykt Cannabis síðan, en ég kunni samt ekkert að vera edrú. Ég endaði í raun sem algjör fyllibytta í kringum árið 2000. Afneitunin var orðin algjör og sjúkdómurinn var orðin afsökun fyrir því að halda áfram að drekka. Á endanum varð mér alveg ljóst að ég var ekki að deyja úr HIV, heldur var ég að deyja úr alkohólisma.“ Löngu tímabært að gera upp við þetta tímabil Sveinn segir sjálfseyðingarhvötina í raun orðna eins og sitt annað eðli. „Það var á ákveðinn hátt erfitt að horfast í augu við það að ég væri ekki að deyja úr HIV, af því að þá þurfti ég að takast á við lífið aftur og glíma við allar tilfinningarnar sem ég hafði lokað inni. Ég hafði í mörg ár verið með allar mínar eigur í kassa svo að það væri auðvelt að ganga frá eftir mig. Þannig að það var skrýtið að byrja að lifa upp á nýtt.“ Sveinn hefur nú verið edrú í meira en tuttugu ár. Hann hefur stýrt eigin matsölustöðum, kaffihúsum og sjónvarpsþáttum, setti á stofn Fylgifiska og ber nú fram kræsingar fyrir starfsfólk Seðlabankans. Hann segist þakklátur og glaður í dag og hefur lært mikið af ferðalaginu. ,,Ég er einn þeirra sem lifði af. Lífið gaf mér annað tækifæri og það er langt frá því að vera sjálfsagt. Reynslan af þessu öllu saman býr innra með mér og ég hef fengið innsýn inn í andlegt líf. En það er hollt fyrir samfélagið í heild að líta í eigin barm gagnvart þessum tíma og gera þetta tímabil upp. Mjög margir halda enn í dag að þeir smitist af HIV-jákvæðum einstaklingi sem er í meðferð. Við erum ekki komin lengra en það. En mitt uppgjör gagnvart þessu tímabili er núna komið og mér fannst löngu tímabært að segja mína sögu.” Áfengi og tóbak Podcast með Sölva Tryggva Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Sveinn er einn þeirra sem lifði af HIV-faraldurinn eftir að hafa smitast í Noregi á fyrri hluta níunda áratugarins. Í flugvélinni á leiðinni heim til Íslands las hann grein um veiruna og ákvað í kjölfarið að fara í mælingu. Frá þessu segir hann í nýjasta hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. „Þetta var lítil biðstofa á Borgarspítalanum og ég kynnti mig með fullu nafni. Ég man að konan í afgreiðslunni sussaði á mig þegar ég sagði: Ég er kominn til að fara í svona hommakrabbameinspróf. Þó nokkuð var af fólki á biðstofunni og þetta var nokkuð sem ekki þótti viðeigandi að tala mikið um. Viku seinna var svo hringt í mig og læknirinn sagðist vilja hitta mig í Domus Medica. Ég vissi náttúrulega hvað klukkan sló, en var samt ekki undirbúinn undir þennan skell.“ Héldu loganum í lífskertinu lifandi Haraldur Briem læknir á móti Sveini og sagði honum að hann væri smitaður. „Hann tilkynnti mér að það væru nær engar líkur á bata og að ég ætti ekki mikið eftir. En hann gerði það mjög fallega og það hafði róandi áhrif á mig. Svo lét hann mig fá lítið blað þar sem var búið að skrifa reglur um hvað ég mætti gera og hvað ekki og hvernig ég ætti að umgangast annað fólk. Í stuttu máli var nánast ekkert sem ég mátti gera innan um annað fólk.“ Sveinn segist hafa gengið út með þá vitneskju að hann væri stórhættulegur smitberi. Og hann var uppfullur af skömm. „Ég bjó á þessum tíma hjá vinkonu minni og nýfæddum syni hennar. En þegar ég sýndi henni miðann reif hún hann bara og sagði þetta vera algjöra dellu. Og að ég þyrfti ekki að flytja út. Það var algjör lífsbjörg hvernig hún brást við og hvernig hún kom fram við mig. Hún í raun bjargaði mér með því að lána mér dómgreind og styrk og stappa í mig stálinu. Þetta tímabil er í raun í ákveðinni móðu og það voru klárlega vinir mínir sem héldu í mér lífsviljanum fyrst um sinn og ég á þeim líf mitt að þakka. Þau héldu loganum í lífskertinu mínu gangandi þegar ég var á mínum erfiðasta stað,“ segir Sveinn. Fordómar gagnvart samkynhneigð miklir Sveinn segir erfitt að lýsa því hvernig það hafi verið að vera HIV smitaður á þessum tíma á Íslandi. Og svo því að vera samkynhneigður. „Það var í raun mjög erfitt að vera hommi á Íslandi í kringum 1980 óháð því hvort að maður væri smitaður af HIV eða ekki af því að fordómarnir voru miklir. Ég hafði upplifað mig öðruvísi og útundan nánast alla tíð, en svo fékk ég endanlega staðfestingu á því þegar ég smitaðist af HIV. Hjónin Viðar Eggertsson og Sveinn Kjartansson. Sveinn segir það hljóma sérkennilega en neyslan hjálpaði honum að fúnkera frá degi til dags, að flýja hversdagsleikann. En svo var hún komin úr böndum. Þá leið mér eins og ég væri algjörlega útskúfaður og að ég hafi fengið endanlega staðfestingu á því að ég væri skítugur og ætti að vera útundan.“ Að sögn Sveins er gríðarlega erfitt að vera þannig stemmdur og að það hafi tekið langan tíma að vinna sig út úr því. „Ég óttaðist enn frekari útskúfun og deildi því bara með mínum allra nánustu að ég væri smitaður. Mér leið stundum eins og ég væri með handsprengju innanklæða sem tikkaði og ég vissi ekki hvenær hún myndi sprynga. Svo var líka mikil aðgreining innan hinsegin samfélagsins. Við hinir smituðu og svo hinir. Hinir vildu vita hverjir við værum svo að þeir gætu forðast okkur.“ Var að drepa sig á alkóhólisma Staðan á Íslandi var að sögn Sveins mun verri fyrir samkynhneigða í mörgum öðrum löndum. Hann segir að það hafi breytt miklu fyrir sig þegar hann flutti til Hollands: „Það var ekki fyrr en ég kom til Hollands sem ég lærði að vera hommi í dagsbirtu og þar var viðhorfið allt öðruvísi. Viðkvæðið var að allir ættu að passa sig og taka ábyrgð á sér, en á sama tíma var nánast gengið út frá því að allir væru smitaðir, þannig að það var ekki sama aðgreining og á Íslandi. Ég man vel eftir fyrsta stráknum sem gekk ekki í burtu þegar ég stofnaði til kynna við hann þó að ég væri búinn að segja honum frá smitinu. Hann sagði að í Hollandi horfði samkynhneigða samfélagið þannig á að ábyrgðin væri allra. Viðmótið var allt annað í Hollandi og þar náði ég að anda aftur.“ Þegar Sveinn fór smám saman að átta sig á því að hann myndi líklega lifa lengur en gert hafði verið ráð fyrir var verkefnið það að mæta veruleikanum og tilfinningum sem hann hafði deyft í langan tíma. ,,Það hljómar skrýtið að segja það, en neyslan hjálpaði mér að fúnkera frá degi til dags og ná að flýja hversdagsleikann og þjónaði þannig ákveðnum tilgangi. Ég fór að nota mikið gras og endaði á að reykja yfir mig og fór í meðferð. Ég hef ekki reykt Cannabis síðan, en ég kunni samt ekkert að vera edrú. Ég endaði í raun sem algjör fyllibytta í kringum árið 2000. Afneitunin var orðin algjör og sjúkdómurinn var orðin afsökun fyrir því að halda áfram að drekka. Á endanum varð mér alveg ljóst að ég var ekki að deyja úr HIV, heldur var ég að deyja úr alkohólisma.“ Löngu tímabært að gera upp við þetta tímabil Sveinn segir sjálfseyðingarhvötina í raun orðna eins og sitt annað eðli. „Það var á ákveðinn hátt erfitt að horfast í augu við það að ég væri ekki að deyja úr HIV, af því að þá þurfti ég að takast á við lífið aftur og glíma við allar tilfinningarnar sem ég hafði lokað inni. Ég hafði í mörg ár verið með allar mínar eigur í kassa svo að það væri auðvelt að ganga frá eftir mig. Þannig að það var skrýtið að byrja að lifa upp á nýtt.“ Sveinn hefur nú verið edrú í meira en tuttugu ár. Hann hefur stýrt eigin matsölustöðum, kaffihúsum og sjónvarpsþáttum, setti á stofn Fylgifiska og ber nú fram kræsingar fyrir starfsfólk Seðlabankans. Hann segist þakklátur og glaður í dag og hefur lært mikið af ferðalaginu. ,,Ég er einn þeirra sem lifði af. Lífið gaf mér annað tækifæri og það er langt frá því að vera sjálfsagt. Reynslan af þessu öllu saman býr innra með mér og ég hef fengið innsýn inn í andlegt líf. En það er hollt fyrir samfélagið í heild að líta í eigin barm gagnvart þessum tíma og gera þetta tímabil upp. Mjög margir halda enn í dag að þeir smitist af HIV-jákvæðum einstaklingi sem er í meðferð. Við erum ekki komin lengra en það. En mitt uppgjör gagnvart þessu tímabili er núna komið og mér fannst löngu tímabært að segja mína sögu.”
Áfengi og tóbak Podcast með Sölva Tryggva Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira