Kristján Örn glímir við veikindi og er fjarverandi í dag ásamt Gísla Þorgeiri Kristjánssyni og Ými Erni Gíslasyni. Gísli meiddist gegn Króatíu í fyrradag og Ýmir fékk rautt spjald í leiknum.
Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason misstu af leiknum gegn Króötum vegna meiðsla vegna veikinda en koma aftur inn í íslenska hópinn fyrir leikinn gegn Austurríkismönnum.
Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, kemur einnig inn í íslenska hópinn. Hann var kallaður út til Kölnar í gær.
Hópurinn
Markverðir
-
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (266/22)
-
Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes (57/1)
Aðrir leikmenn
- Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (93/98)
- Aron Pálmarsson, FH (176/667)
- Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém (113/393)
- Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia (7/0)
- Elliði Snær Viðarsson, VfL Gummersbach (45/95)
- Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (74/171)
- Haukur Þrastarson, Barlinek Industria Kielce (30/39)
- Janus Daði Smárason, SC Magdeburg (79/128)
- Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (36/104)
- Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (81/279)
- Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Håndball (71/199)
- Stiven Tobar Valencia, Benfica (14/11)
- Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (35/36)
- Viggó Kristjánsson, SC DHfK Leipzig Handball (52/146)
Ísland þarf væntanlega að vinna Austurríki með að minnsta kosti fimm marka mun til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna.
Leikur Austurríkis og Íslands hefst klukkan 14:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.