„Við gefumst aldrei upp“ Bjarki Sigurðsson skrifar 24. janúar 2024 19:21 Mohammed Alhaw og Naji Asar hafa dvalið á Austurvelli í tæpan mánuð. Vísir/Einar Tjald á vegum Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar sem hefur verið uppi fyrir framan Alþingishúsið í tæpan mánuð var tekið niður í dag. Mótmælendur segjast alls ekki vera að gefast upp og ætla að halda dvölinni áfram án tjaldsins. Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Tjaldbúðirnar voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið. Fyrst um sinn voru einungis lítil tjöld þar fyrir mótmælendur til þess að sofa í. Skömmu síðar var þetta stóra hvíta tjald reist en það hefur orðið að ákveðnum samkomustað fyrir mótmælendur og stuðningsmenn þeirra. Krafan var sú að stjórnvöld myndu beita sér fyrir því að fylgja eftir fjölskyldusameiningum sem höfðu verið samþykktar. Nú hafa stjórnvöld hins vegar óskað eftir því að tjaldið verði fjarlægt. Tveir þeirra sem hafa dvalið á Austurvelli síðasta tæpa mánuðinn eru Naji og Mohammed. „Við munum aldrei gefast upp. Við virðum þessar reglur Reykjavíkurborgar því borgin sýnir mér virðingu og veitir mér tækifæri til að tala um þessar kröfur. Nú eru 29 dagar liðnir. Ég er þakklátur fyrir tækifærið. Vonandi fæ ég tækifæri til að setja þetta tjald upp aftur,“ segir Mohammed. Klippa: Mótmælendur á Austurvelli pakka saman Þeir segjast ekki ætla að fara neitt og halda áfram að vera á Austurvelli án tjalds „Við verðum hér án tjalds. En hjartahlýtt íslenskt fólk kemur hingað og veitir okkur jákvæða strauma og hlýju. Við gefumst aldrei upp og verðum áfram á götum úti. Við biðjum stjórnvöld um að koma fjölskyldum okkar frá Gasa, láta þeim í té húsnæði og öryggi og styðja palestínska borgara. Við þökkum öllum sem hafa stutt okkur og gefumst aldrei upp. Skilaboðin frá okkar fólki eru að við gefumst aldrei upp. Við berjumst fyrir réttlæti,“ segir Naji.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira