Tímar útlagans Ástþór Jóhannsson skrifar 25. janúar 2024 07:31 Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Skaðinn er skeður, menn og vélar mættar á staðinn, fjarlægja styttu, fjarlægja tjöld. En fátt er svo með öllu illt. Nú vantar nýtt minnismerki í staðinn. Hér er uppástunga til borgaryfirvalda: Fyrir vestan gamla kirkjugarðinn stendur stytta Einars Jónssonar, „Útlaginn" – of mörgum gleymd og löngu horfin í þyrnirósuskóg, eins og HKL sá fyrir. Er ekki tilvalið á tímum hörmunga, þingmanna og ráherrateymis sem er lostið „forréttindaskelfingu“ að færa útlagann með fjölskyldu sína, það sem eftir er af henni og hund, yfir í Lækjargötuna og minna á að flóttamenn eru til á öllum tímum, meira að segja á Íslandi; náttúruhamfarirnar á ýmsum öldum, Ameríkuferðirnar, flótti undan harðráðum og óréttlátum stjórnvöldum, tímabundnum efnahagskreppum - muniði - við höfum blessunarlega ennþá að mestu leyti sloppið við árásarstríð? Mannlegar hörmungar eru ekki um öll ár og aldir bundnar við einn og sama heimshlutann og það ber ekki allt upp á sama daginn. Að sjálfsögðu. Það eru milljónir foreldra í heiminum sem hafa orðið að sætta sig við að svona er staðan. Milljónir fólks á flótta sem finnst allt tal um framtíðina hljóma eins og foréttindi og munaður. Það reynir að komast lífs af og bjarga sér frá náttúruhamförum, loftslagsbreytingum, efnahagsskaða, stríðsátökum, komast burt úr þrotríkjum sem hafa orðið glæpum og græðgi að bráð, reyna að hjara á lífi frá einni stundu til annarar, til að komast úr öllu þessu helvíti á skárri staði, einmitt í þessum orðum lesnum. Útlaginn er án efa mest aktúelt minnismerkið sem nú er uppi á opinberum stað hér í höfuðborginni og mundi sóma sér vel á fjölfarnari slóðum en nú er. Útlaginn í Lækjargötu væri þörf áminning á forréttindablindu og samhygð. Tímanna tákn. Höfundur er íbúi í Reykjavík, sem þurfti unglingur að flýja frá æskustöðvum sínum í Eyjum vegna eldgoss 1973 og telur sig alla tíð síðan í hópi þeirra heppnu.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun