Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 10:58 Aoba kveikti í anddyri myndversins og öskraði „dettið niður dauð“. Getty/Carl Court Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019. Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu
Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45