Dæmdur til dauða fyrir fjöldamorð í anime myndveri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. janúar 2024 10:58 Aoba kveikti í anddyri myndversins og öskraði „dettið niður dauð“. Getty/Carl Court Japanskur karlmaður hefur verið dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt 36 þegar hann kveikti í anime myndveri í borginni Kyoto árið 2019. Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Árásin er ein sú blóðugasta á síðustu árum í Japan og vakti mikla athygli og hrylling í Kyoto, þar sem glæpatíðni er lág. Maðurinn, sem heitir Shiji Aoba og er nú 45 ára gamall, réðst inn í Kyoto Animation, eða KyoAni, og hellti miklu magni bensíns niður í inngangi skrifstofanna sem hann kveikti síðan í. Fram kemur í umfjöllun Guardian að eftirlifendur hafi heyrt Aoba kalla „dettið niður dauð“ á meðan hann kveikti í. Eins og áður segir fórust 36 í árásinni og 32 til viðbótar slösuðust illa. Flest fórnarlambanna voru ung að árum en Aoba sjálfur fékk slæm brunasár, sem tók tæpt ár að meðhöndla. Stúdíóið hefur framleitt fjölda vinsælla anime-sería.Getty/Carl Court Aoba var ákærður í fimm liðum, meðal annars fyrir morð, tilraun til manndráps og fyrir íkveikju. Aoba hefur haldið fram sakleysi sínu og hafa lögmenn hans fullyrt að hann hafi verið í geðrofi þegar hann framdi glæpinn og þar með ekki sakhæfur. Dómarinn í málinu, sem kvað upp dóm á þriðjudag, sagði Aoba ekki hafa glímt við neitt á þeim tíma sem glæpurinn var framinn sem hafi takmarkað getu hans til að dæma milli réttra og rangra athafna. Aoba er sagður hafa framið árásina fullviss um að stúdíóið, sem er þekkt fyrir teiknimyndaþættina Violet Evergarden til að mynda, hafi stolið hugmyndum úr bók sem hann skrifaði. KyoAni hefur hafnað þessum ásökunum. Japan er eitt fárra ríkja í heiminum sem enn beitir dauðarefsingu. Þeir sem fá þann dóm eru iðulega sakfelldir fyrir fleira en eitt morð. Dauðadæmdir menn sitja iðulega í árafjöld í fangelsi áður en þeir eru teknir af lífi og oftast fá þeir aðeins nokkurra klukkustunda fyrirvara. Síðast var maður tekinn af lífi í Japan árið 2022 en hann var hengdur. Í desember síðastliðnum sátu 107 í fangelsi með dauðadóm á bakinu
Bíó og sjónvarp Japan Erlend sakamál Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15 Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Rúmlega þrjátíu nú taldir af eftir íkveikju í myndveri Rúmlega fertugur karlmaður sem talinn er hafa kveikt í myndverinu er sagður hafa hrópað „deyið“ þegar hann úðaði bensíni á bygginguna. 18. júlí 2019 14:15
Kveikt í japönsku myndveri Hið minnsta 23 eru látin og tugir slasaðir eftir íkveikju í japönsku teiknimyndamyndveri í Kyoto í Japan í nótt. 18. júlí 2019 06:45