Nær öll Ameríka heldur með tveimur liðum um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2024 12:30 Langstærsti hluti Bandaríkjanna vill ekki sjá Patrick Mahomes og félaga í Kansas City Chiefs í Super Bowl í ár. Getty/Cooper Neill/ Stærstu leikir helgarinnar í amerískum íþróttum eru án vafa úrslitaleikir deildanna í NFL deildinni. Bara fjögur lið eru eftir í úrslitakeppninni og sæti í Super Bowl í boði á sunnudaginn. Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2. NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Bandaríkjamenn eru duglegir að kanna hug þjóðarinnar með alls konar skoðunarkönnunum og ein slík kannaði hug bandarísku þjóðarinnar til leikjanna tveggja. Í ljós kom að nær öll bandaríska þjóðin vill sjá Detriot Lions og Baltimore Ravens mætast í Super Bowl í ár. Fyrir fram er talið líklegast að San Francisco 49ers og Ravens fari alla leið en þau voru með besta árangur í sínum deildum, Ravens í Ameríkudeildinni og 49ers í Þjóðardeildinni. A map of who America is rooting for in the AFC Championship: pic.twitter.com/HKVmmYv2MR— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Kansas City Chiefs vann NFL-titilinn í fyrra en liðið hefur ekki verið allt of sannfærandi í vetur. Góður sigur á útivelli á móti Buffalo Bills í undanúrslitunum sýndi þó að meistararnir verða aldrei afskrifaðir. Bandaríska þjóðin virðist þó vera búin að fá nóg af þeim í bili. Það eru aðeins þrjú fylki sem halda með þeim. Kansas og Missouri (Kansas City er á fylkismörkunum) og svo Ohio. Hin fylki halda öll með Baltimore Ravens. A map of who America is rooting for in the NFC Championship: pic.twitter.com/ltXuEhmszH— (@CowboysDubs) January 22, 2024 Detriot Lions er síðan enn vinsælla en það er aðeins Kalifornía, heimafylki San Francisco 49ers, sem heldur ekki með Lions í leiknum. Báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn og verða að sjálfsögðu sýndir beint á Stöð 2 Sport 2. Fyrri leikurinn er leikur Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs sem hefst klukkan 20.00 en seinni leikurinn á milli San Francisco 49ers og Detroit Lions hefst klukkan 23.30. Stöð 2 Sport verður með upphitun fyrir leikina en útsending dagsins hefst klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2.
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Nýorðinn fimmtán með þrennu fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira