Verra að fá sýkinguna en bólusetninguna Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2024 10:25 Guðrún Aspelund segir ekki lengur hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum er minni en áður og meiri hætta á hópsýkingu. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir, Guðrún Aspelund, segir börn í miklu meiri hættu ef þau eru ekki bólusett við mislingum. Mislingar eru veirusjúkdómur sem var algengur á Íslandi áður en hefur ekki verið það lengi vegna bólusetninga. Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Dæmigerð einkenni eru hiti og útbrot en veiran getur valdið alvarlegum veikindum og í alvarlegustu tilfellunum skaða á heyrn og sjón og jafnvel dauða. „Það er til öflugt og gott bóluefni gegn mislingum sem ver fólk fyrir lífstíð og er gefið börnum,“ sagði Guðrún sem ræddi mislinga í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði mislinga afar smitandi og hafa mikil áhrif á þá sem ekki eru bólusettir. Eins og ung börn eða fullorðna sem ekki hafa fengið bólusetningu af einhverjum ástæðum. Þátttaka í bólusetningum vegna mislinga hefur dvínað að sögn Guðrúnar. „Það þarf ansi háa þátttöku til að ná þessu svokallaða hjarðónæmi þannig ef smit berst til okkar þannig það nái þá ekki að dreifa sér um samfélagið,“ sagði Guðrún og að eins og stendur væri ekki hjarðónæmi á Íslandi og því meiri áhætta á hópsýkingum. Hún segir að hingað hafi komið mislingar árið 2019. Þá hafi tíu smitast og þeim tekist að stöðva frekari útbreiðslu með bólusetningum. Spurð um ástæður þess að þátttaka hafi farið minnkandi í bólusetningum segir Guðrún margar ástæður fyrir því að en að heimsfaraldur Covid hafi haft áhrif. Færri hafi þegið bólusetningar þá og við dregist aftur úr en að það hafi verið vísbendingar um minni þátttöku fyrir Covid. Hún segir að unnið sé að því með heilsugæslunni að auka þátttöku. „Við mælum sterklega með því,“ svaraði Guðrún um það hver helstu skilaboð þeirra væru til foreldra sem væru efins um bólusetningar. „Þessar bólusetningar sem er boðið upp á hér og er mælt með fyrir börn eru öruggar. En auðvitað er sjálfsagt að fók ræði það við sinn lækni, heimilislækni eða barnalækni, ef það er eitthvað óöruggt,“ sagði Guðrún. „Það er ekkert að óttast,“ spurði Heimir Karlsson? „Það er ekkert að óttast nema að fá sýkingarnar sem er miklu, miklu verra,“ svaraði Guðrún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Heilbrigðismál Bólusetningar Bítið Tengdar fréttir „Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00 Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
„Þetta er afturför um heilan áratug“ Mikið bakslag hefur orðið í bólusetningum barna víða um heim en 67 milljónir barna hafa misst af einni eða fleiri bólusetningum á síðustu þremur árum. Tortryggni í garð bólusetninga eftir heimsfaraldur spilar þar stórt hlutverk. Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir þetta afturför um heilan áratug en sé ekkert gert gæti tíðni barnadauða aukist. 20. apríl 2023 15:00
Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. 3. ágúst 2023 19:06