Sigga Lund og Vala Eiríks kveðja Bylgjuna fullar þakklætis Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. janúar 2024 13:23 Ljóst er að hlustendur Bylgjunnar munu sakna Siggu og Völu sem spjölluðu mikið við hlustendur um allt land og sögur sem þeir höfðu að segja. Vísir/Hulda Margrét Útvarpskonurnar Valdís Eiríksdóttir og Sigga Lund voru á meðal þeirra ellefu sem fengu uppsögn hjá Sýn í gær. Þær greina frá þessu í færslum á samfélagsmiðlum og taka uppsögninni af miklu æðruleysi. Valdís, sem flestir þekkja sem Völu, segist kveðja Bylgjuna eftir níu ára platónskt ástarsamband. Hún hefur eðal annars verið á tökkunum í Bítinu undanfarin ár, sungið með Guðrúnu Árnýju á föstudögum í þætti Ívars Guðmundssonar, verið með hina ýmsu þætti og verið gestgjafi í sjónvarpsþáttunum Bylgjan órafmögnuð. „Ég hef sinnt alls kyns störfum innan raða fyrirtækisins s.l. næstum því áratug, en tilvalið að hefja fertugsaldurinn á uppstokkun. Það var reyndar planið að kveðja á eigin forsendum eftir slétta viku, svo það er enginn heimsendir, betra ég en einhver annar,“ segir Vala. Vala Eiríks kom, sá og sigraði í Allir geta dansað á Stöð 2.Vísir/Vilhelm Hún segist ætla að skapa meira, leika sér og láta drauma sína rætast. Fólk muni heyra í henni á öðrum vettvangi fljótlega en fyrst fari hún í smá frí. Hún þakkar vinnufélögum fyrir lærdóminn, vináttuna en fyrst og fremst hlustendum sínum. „Takk fyrir að hlusta á mig og vera með mér svona lengi. Þið eruð mér svo dýrmæt.“ Sigga segist ganga frá borði full þakklætis, þakklát fyrir Bylgjuna og tækifærin sem hún hafi fært henni. „Þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef fengið að vinna með, Þvílíkir snillingar. Þakklát fyrir hlustendur, sem eru svo langbestir,“ segir Sigga. Sigga Lund er einhver brosmildasta kona landsins.Vísir/Vilhelm „Ég er líka bara svo þakklát fyrir þennan kafla sem er lokið. Hann var athyglisverður og mjög svo lærdómsríkur. Hann gaf mér færi á að vaxa heilan helling. Ég hlakka til næsta kafla, og þeysi af stað hvergi banginn. Ég hef aldrei verið betri og ég veit það, það er herslumunurinn,“ segir Sigga og kveður vinnufélaga, gesti og hlustendur með þakklæti. Fram kom á Vísi í gær að ellefu starfsmönnum Sýnar hefði verið sagt upp. Uppsagnirnar hefðu dreifst á svið fyrirtækisins. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Vistaskipti Bylgjan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vala Eiríks og Óskar Logi nýtt par Útvarpskonan með stóra brosið og útgeislunina Valdís Eiríksdóttir fann ástina í faðmi tónlistarmannsins Óskars Loga Ágústssonar úr Vintage Caravan. 12. desember 2023 14:53 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Valdís, sem flestir þekkja sem Völu, segist kveðja Bylgjuna eftir níu ára platónskt ástarsamband. Hún hefur eðal annars verið á tökkunum í Bítinu undanfarin ár, sungið með Guðrúnu Árnýju á föstudögum í þætti Ívars Guðmundssonar, verið með hina ýmsu þætti og verið gestgjafi í sjónvarpsþáttunum Bylgjan órafmögnuð. „Ég hef sinnt alls kyns störfum innan raða fyrirtækisins s.l. næstum því áratug, en tilvalið að hefja fertugsaldurinn á uppstokkun. Það var reyndar planið að kveðja á eigin forsendum eftir slétta viku, svo það er enginn heimsendir, betra ég en einhver annar,“ segir Vala. Vala Eiríks kom, sá og sigraði í Allir geta dansað á Stöð 2.Vísir/Vilhelm Hún segist ætla að skapa meira, leika sér og láta drauma sína rætast. Fólk muni heyra í henni á öðrum vettvangi fljótlega en fyrst fari hún í smá frí. Hún þakkar vinnufélögum fyrir lærdóminn, vináttuna en fyrst og fremst hlustendum sínum. „Takk fyrir að hlusta á mig og vera með mér svona lengi. Þið eruð mér svo dýrmæt.“ Sigga segist ganga frá borði full þakklætis, þakklát fyrir Bylgjuna og tækifærin sem hún hafi fært henni. „Þakklát fyrir allt fólkið sem ég hef fengið að vinna með, Þvílíkir snillingar. Þakklát fyrir hlustendur, sem eru svo langbestir,“ segir Sigga. Sigga Lund er einhver brosmildasta kona landsins.Vísir/Vilhelm „Ég er líka bara svo þakklát fyrir þennan kafla sem er lokið. Hann var athyglisverður og mjög svo lærdómsríkur. Hann gaf mér færi á að vaxa heilan helling. Ég hlakka til næsta kafla, og þeysi af stað hvergi banginn. Ég hef aldrei verið betri og ég veit það, það er herslumunurinn,“ segir Sigga og kveður vinnufélaga, gesti og hlustendur með þakklæti. Fram kom á Vísi í gær að ellefu starfsmönnum Sýnar hefði verið sagt upp. Uppsagnirnar hefðu dreifst á svið fyrirtækisins. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Vistaskipti Bylgjan Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vala Eiríks og Óskar Logi nýtt par Útvarpskonan með stóra brosið og útgeislunina Valdís Eiríksdóttir fann ástina í faðmi tónlistarmannsins Óskars Loga Ágústssonar úr Vintage Caravan. 12. desember 2023 14:53 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Vala Eiríks og Óskar Logi nýtt par Útvarpskonan með stóra brosið og útgeislunina Valdís Eiríksdóttir fann ástina í faðmi tónlistarmannsins Óskars Loga Ágústssonar úr Vintage Caravan. 12. desember 2023 14:53
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01