„Ágúst '24,“ skrifar parið og deilir skemmtilegri mynd. Þar má sjá mynd af samfellum með treyjunúmerunum sem þau spila í ásamt sónarmynd.
Sandra og Daníel eru búsett í Þýskalandi þar sem þau eru bæði atvinnumenn í handbolta.
Sandra leikur með þýska úrvalsdeildarliðinu Metzingen og er ein fremsta handboltakona Íslands og spilar lykilhlutverk í íslenska landsliðinu. Þá var hún valin handboltakona ársins 2022.
Daníel leikur með HBW Balingen-Weilstetten.
Daníel hefur verið í atvinnumennsku síðan 2019 en þá yfirgaf hann Hauka og gekk til liðs við Ribe-Esbjerg í Danmörku. Alls hefur hann leikið 39 landsleiki með A-landsliði karla í handbolta og skorað í þeim 11 mörk.