Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 16:45 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani er Emírinn í Katar. Nú er nafnbót hans eiginnafn hér á Íslandi. Simon Holmes/Getty Images Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari. Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari.
Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira