Palestínumenn reistu snjóskýli á Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 10:43 Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki Vísir/Vilhelm Palestínskir mótmælendur sem hafst hafa við í tjaldbúðum á Austurvelli undanfarnar fimm vikur, hafa nú reist nokkurskonar snjóvirki í stað tjaldbúðanna. Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir
Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52
Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00