Ingvar tekur við keflinu af Bjarna Magnússyni sem lét af störfum á dögunum. Bjarni sagði starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum, en hann hafði stýrt liðinu frá árinu 2020.
Körfuknattleiksdeild Hauka greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum fyrr í kvöld, en þar kemur fram að þau Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Emil Barja verði Ingvari til halds og trausts.
Ingvar hefur áður stýrt Haukum og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2018. Hann hætti með liðið í kjölfarið en var síðan ráðinn aftur til félagsins árið 2020 sem aðstoðarþjálfari.