Rebbi lifði hrottalegt banatilræðið af Jakob Bjarnar skrifar 31. janúar 2024 14:58 Þessi refur lét fara vel um sig í Húsdýragarðinum og kærði sig kollóttan um það þó frændi hans vestur á fjörðum stæði í stórræðum. vísir/vilhelm Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni. Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum. Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira
Vísi var send upptaka og svo virðist sem snjóplógsmaðurinn sé að stæra sig af drápinu. Myndbandsupptökuna má sjá hér neðar og eru viðkvæmir varaðir við myndefninu. Sá sem sendi Vísi myndbandið sagði að sér væri fullkunnugt um að fjárbændum á svæðinu sýnist refir réttdræpir en það væri ólíðandi að menn væru að monta sig af svona nokkru á Instagram. „Ég dreg sterklega í efa að þeir megi stunda slíkt dráp í vinnu fyrir opinbera stofnun og það á eins ógeðfelldan máta og þetta.“ Sá benti á að eftir því sem hann kemst næst segir í dýraverndunarlögum að dýr skuli aflífa á eins sársaukalausan og skjótan máta og unnt væri. Og þeim hlíft við ótta. Auðvelt er að taka undir þetta og Vísir setti sig í samband við Vegagerðina sem hafði þá fengið myndbandsbrotið í hendur. „Þetta er bara háttsemi sem líðst ekki. Það er búið að tala vandlega við viðkomandi bílsstjóra og tryggja að svona lagað gerist ekki aftur,“ segir G. Pétur Matthíasson upplýsingastjóri Vegagerðarinnar. Hann segir að bílsstjórinn hafi verið á vegum verktakafyrirtækis sem annast snjóruðning á svæðinu. „En við höfum samt rætt við hann,“ segir Pétur. G. Pétur segir þetta alls ekki gott en hann hefur ótrúlegar fregnir að færa: „Refurinn lifði af. Það var snjór á tönninni og hann stóð þetta af sér. Hann lenti ekki undir tækinu heldur fór til hliðar við það.“ Refurinn skaut þannig andskota sínum ref fyrir rass. Ekki er það snjóruðningsmanninum að þakka að skolli er á lífi og vonandi hefur viðkomandi séð villur síns vegar eftir að G. Pétur og hans menn hjá Vegagerðinni lásu yfir hausamótunum á honum.
Snjómokstur Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Sjá meira