Litla-Hraun notað næstu sex árin: Dró upp dökka mynd af stöðu fangelsismála Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2024 11:59 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, og Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir Þingmaður Pírata segir fanga á Litla Hrauni búa við ömurlegar aðstæður og þurfa meðal annars að baða sig með garðslöngu eftir áratuga fjársvelti. Dómsmálaráðherra boðar bráðabirgðaendurbætur á húsnæðinu og byggingu á nýju fangelsi innan sex ára. Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir. Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Húsnæðið á Litla Hrauni er svo lélegt að ekki er talið svara kostnaði að gera við það. Ákveðið hefur verið að byggja nýtt fangelsi á næstu sex árum.Vísir/Vilhelm Björn LevíGunnarsson þingmaður Pírata dró upp afar dökka mynd af stöðu fangelsismála í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Í heimsókn á Litla Hraun hafi blasað við skemmt og ónýtt húsnæði því ekki hafi eingöngu skort fé í rekstur fangelsisins heldur einnig í viðhald húsnæðisins. Hann spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra meðal annars að því hvort hægt væri að réttlæta að greiða föngum 450 krónur á klukkustund fyrir vinnu þeirra, sem þýddi að þeir ættu oft ekki fyrir mat. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir algert aðgerðarleysi í fangelsismálum. Stöð 2/Ívar Fannar „Fangar og tengdir aðilar ganga svo langt að kalla fangelsin kjörgeymslur í núverandi mynd. Núverandi staða er þannig að allir eru settir undir sama hatt. Þannig eru fangar sem eru jafnvel í mikilli neyslu og telja sig ekki hafa neinu að tapa vistaðir á sömu deild og fangar sem eru í bata eða reyna að finna betrun. Dæmi eru um að menn klári langa dóma, tuttugu og fjóra mánuði eða lengri, án þess að hitta sálfræðing einu sinni,“ sagði Björn Leví. Þá væri lyfjameðferð takmörkuð til að sporna við fíknivanda Þvi væru nauðsynleg lyf til dæmis viðofvirkni ekki aðgengileg. „Ekki einungis sinni þurfa fangað að baða sig í sameiginlegu rými heldur er sturtubúnaður óvirkur og bilaður. Svo fangar hafa tekið til þess ráðs að baða sig með garðslöngu sem er hengd yfir slá sem skilur að rými milli salernisins og sturtuaðstöðu. Er þetta boðlegt,“ spurði þingmaður Pírata. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist leggja mika áherslu að úrbætur í fangelsismálum.Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra sagði fangelsismál eitt af hennar aðaláherslumálum. Hún væri sammála fyrirspyrjanda um að þessi málaflokkur hefði átt undir högg að sækja í allt of langan tíma. Ákveðið hafi verið að byggja tímabært nýtt fangelsi. Guðrún sagðist einnig hafa boðað heildarendurskoðun á fullnustukerfinu í átt til betrunar. Það væri sóun á fjármunum að eyða tvö þúsund milljónum í endurbætur á Litla Hrauni. En fjármunir hafi verið tryggðir til nauðsynlegs viðhalds á þeim sex árum sem tæki að byggja nýtt fangelsi. „Þá voru tryggðar 250 milljónir í varanlega viðbót til reksturs fangelsa, sem og aðhaldskrafan var tekin af fangelsinu. Sömuleiðis var samþykkt 80 milljón króna viðbótarframlag til að bæta og auka menntun fangavarða. Allt er þetta gert til að bæta aðstöðuna í þessum málaflokki,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir.
Fangelsismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Íslenskt fullnustukerfi er hvorki rekið með skilvirkni né þeim árangri sem lög gera ráð fyrir. Það kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Fangelsismálastofnun. Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ýmsu sé ábótavant í bæði starfsemi og starfsumhverfi Fangelsismálastofnunar. 4. desember 2023 12:14