Handbolti

Toppliðið marði nýliðana

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
FH vann nauman sigur í kvöld.
FH vann nauman sigur í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

FH, topplið Olís-deildar karla í handbolta, vann nauman tveggja marka sigur er liðið heimsótti nýliða Víkings í Olís-deildinni í kvöld, 28-30.

Jafnræði var með liðunum lengst af í leik kvöldsins og skiptust liðin á að hafa forystuna í fyrri hálfleik. Víkingar leiddu 13-12 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik, en FH-ingar náðu góðu áhlaupi á lokamínútum hálfleiksins og leiddu með þremur mörkum í hléi, staðan 15-18.

Gestirnir í FH virtust svo vera að ná góðum tökum á leiknum í upphafi síðari hálfleiks og náði fimm marka forskoti í stöðunni 16-21. Mest náði liðið sex marka forystu í stöðunni 18-24, en Víkingar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 24-25 þegar enn voru rúmar tíu mínútur til leiksloka.

Nær komust Víkingar þó ekki og FH vann að lokum tveggja marka sigur, 28-30. FH-ingar sitja því enn á toppi deildarinnar með 25 stig eftir 14 leiki, en Víkingar sitja í næstneðsta sæti með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×