Ensku liðin ekki eytt jafn litlu síðan á farsóttartímabilinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. febrúar 2024 07:02 Radu Dragusin var dýrasti leikmaður janúargluggans á Englandi, en hann var keyptur til Tottenham fyrir tæplega 27 milljónir punda. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images Lið í stærstu deildum Evrópu voru heldur róleg í tíðinni á síðasta degi félagsskiptagluggans í gær. Raunar hafa lið í ensku úrvalsdeildinni ekki eytt jafn litlu í janúarglugganum síðan árið 2021 þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði yfir. Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira
Eftir meteyðslu síðasta sumar þar sem lið í ensku úrvalsdeildinni keyptu leikmenn fyrir tæplega tvo og hálfan milljarð punda, sem samsvarar rétt tæplega 425 milljörðum íslenskra króna, héldu liðin aftur að sér þennan janúarmánuðinn. Alls tókst liðum ensku úrvalsdeildarinnar aðeins að eyða 96,2 milljónum punda (16,7 milljarðar króna) í leikmenn og aðeins sjö af tuttugu liðum keyptu leikmenn fyrir uppgefna upphæð. Crystal Palace er liðið sem fær titilinn „Eyðslukló janúargluggans“ en liðið keypti leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir punda. Palace fékk þá Adam Wharton frá Blackburn fyrir 22 milljónir punda og Daniel Munoz frá Genk fyrir 8,5 milljónir. ❤️💙#CPFC pic.twitter.com/BP6VgVoqiz— Crystal Palace F.C. (@CPFC) February 1, 2024 Tottenham eyddi næstmest allra liða í deildinni þegar liðið keypti Radu Dragusin frá Genoa fyrir 26,7 milljónir punda, en önnur lið eyddu mun minna og flest ekki neinu. Eins og áður segir eyddu liðin í ensku úrvalsdeildinni aðeins 96,2 milljónum punda í leikmannakaup þennan janúarmánuðinn og hafa þau ekki eytt jafn litlu í janúar síðan árið 2021 þegar liðin eyddu 84,2 milljónum punda í miðjum kórónuveirufaraldri. Þá var þetta aðeins í annað skiptið í þrettán ár sem liðin eyða minna en hundrað milljónum í leikmannakaup. Ef eyðsla gluggans er sett í samhengi við síðustu ár þá fóru lið ensku úrvalsdeildarinnar á algjört eyðslufyllerí fyrir ári síðan miðað við gluggann í ár. Í janúar árið 2023 eyddu liðin 780 milljónum punda í leikmannakaup og 2022 spreðuðu þau 322,9 milljónum punda. Þá vekur einnig athygli að Aston Villa var eina liðið í deildinni sem seldi leikmann þegar liðið losaði Finn Azaz til Middlesbrough fyrir tvær milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins Sjá meira