Björgvin Páll eyðir óvissunni Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 10:23 Björgvin Páll Gústavsson ætlar ekki að verða forseti að svo stöddu. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna. Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“ Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Sjá meira
Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“
Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Sjá meira