Björgvin Páll eyðir óvissunni Árni Sæberg skrifar 2. febrúar 2024 10:23 Björgvin Páll Gústavsson ætlar ekki að verða forseti að svo stöddu. VÍSIR/VILHELM Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Hann dreymir þó um að verða forseti, en ekki núna. Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“ Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í langri færslu Björgvins Páls á Facebook. Hann segir meðal annars að draumur hans um að verða forseti hafi fyrst kviknað inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, þegar hann var aðeins átta ára gamall. Sá draumur hafi svo styrkst við móttöku á fálkaorðu fimmtán árum síðar, sá draumur hafi síðan orðið aðeins raunverulegri með útgáfu barnabókar hans, Barn verður forseti, í desember 2022. Draumurinn hafi fyrst orðið spennandi þegar þegar Reykjavík síðdegis og Vísir stóðu fyrir könnun fyrir rúmu ári síðan þar sem fram kom að um fjörutíu prósent aðspurðra gátu séð hann fyrir sér sem forseta Íslands. Á sér marga drauma Björgvin Páll fjallar í löngu máli um embætti forseta, pólitíkina, umræðu um forsetakosningarnar í sumar og margt fleira. „En langar mig að verða forseti? Svarið við þeirri spurning er já. Afhverju langar mig það er svo öllu flóknari spurning sem ég hef reynt að svara lengi? Er það til þess að uppfylla draum 8 ára stráksins eða snýst þetta um alla hina?“ spyr hann sig undir lok færslunnar. Hann svarar því með því að segjast eiga sér marga drauma, einn af þeim sé að verða einhvern tímann forseti Íslands, en ekki núna. „Ég tel mig ekki nægilega lífsreyndan til þess að vera forseti. Eins eru allskonar aðrir draumar að flækjast fyrir mér sem ég þarf að uppfylla fyrst. Þeir draumar tengjast íþróttum, börnunum mínum og öllum hinum börnunum,“ segir Björgvin Páll. Hann lýkur færslunni á því að vitna í orð Vigdísar Finnbogadóttur: „Vér erum þelið sem draumar spinnast úr.“ Þá segir hann auðvitað „áfram Ísland!“
Forsetakosningar 2024 Handbolti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira