Atletico bjargaði stigi í uppbótartíma Siggeir Ævarsson skrifar 4. febrúar 2024 22:00 Marcos Llorente bjargaði stigi fyrir sína menn í kvöld vísir/Getty Real Madrid fékk nágranna sína úr Atletico Madrid í heimsókn í borgarslag á Bernabeu en Atletico var og er tíu stigum á eftir Real í töflunni. Brahim Díaz kom heimamönnum yfir strax á 20. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það myndi duga Real til sigurs. Stefan Savic náði að vísu að jafna metin á 50. mínútu en markið var dæmt af eftir yfirferð í VAR-sjánni þar sem að annar leikmaður Atletico var rangstæður og byrgði Andriy Lunin sýn í marki Real. Fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þegar tíminn var nánast á þrotum náði Marcos Llorente að stanga boltann í netið og bjargaði stigi fyrir gestina. Llorente fagnaði að vonum innilega en fagnið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Marcos Llorente With the Lionel Messi's Celebration after scoring against Real Madrid pic.twitter.com/AU2eLRaAkf— ACE (@FCB_ACEE) February 4, 2024 Spænski boltinn
Real Madrid fékk nágranna sína úr Atletico Madrid í heimsókn í borgarslag á Bernabeu en Atletico var og er tíu stigum á eftir Real í töflunni. Brahim Díaz kom heimamönnum yfir strax á 20. mínútu og lengi vel leit út fyrir að það myndi duga Real til sigurs. Stefan Savic náði að vísu að jafna metin á 50. mínútu en markið var dæmt af eftir yfirferð í VAR-sjánni þar sem að annar leikmaður Atletico var rangstæður og byrgði Andriy Lunin sýn í marki Real. Fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og þegar tíminn var nánast á þrotum náði Marcos Llorente að stanga boltann í netið og bjargaði stigi fyrir gestina. Llorente fagnaði að vonum innilega en fagnið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Marcos Llorente With the Lionel Messi's Celebration after scoring against Real Madrid pic.twitter.com/AU2eLRaAkf— ACE (@FCB_ACEE) February 4, 2024
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti