„Hann má reyna að ljúga að þjóðinni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2024 12:31 Dedrick Basile í leik með Grindavík á móti Njarðvík. Vísir/Diego Dedrick Basile átti frábæran leik með Grindavík í stórsigri á hans gömlu félögum í Njarðvík. Basile skoraði nítján stig í fyrsta leikhlutanum og endaði leikinn með 40 stig og níu stoðsendingar. Subway Körfuboltakvöld ræddi tvo lykilmenn Grindavíkurliðsins, bæði frammistöðu Basile en líka yfirlýsinguna frá liðsfélaga hans Deandre Kane. „Hann var rosa flottur, alveg frábær. Með 40 stig og níu stoðsendingar og tæp tuttugu stig í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann var bara ótrúlegur í þessum leik og hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki. Það er bara rugl,“ sagði Helgi Már. Basile spilað með Njarðvíkurliðinu undanfarin tvö ár en flutti sig yfir til Grindavíkur síðasta sumar. „Eðlilega. Menn eru að spila á móti gömlu félögunum og það er smá auka,“ sagði Helgi. Þeir skoðuðu tölfræði Basile í leikjunum á móti Njarðvík í vetur en hann hefur verið mjög góður í þeim báðum. „Maður sér þetta alveg. Hann er búinn að vera tala við fólk upp í stúku. Það er mjög augljóst að hann er að búa sér til mótiveringu fyrir þessa leiki,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld fjallaði einnig um Deandre Kane og yfirlýsingu hans í viðtali við Víkurfréttir í síðustu viku þar sem hann sagði að Grindavík yrði Íslandsmeistari af því að hann væri í liðinu. „Þetta er gaman að sjá. Menn eru stórir og eru ekkert feimnir við að flagga því. Ég ímynda mér að allir Grindvíkingar ætli að vera Íslandsmeistarar. Þeir eru með hóp sem á að geta hótað því,“ sagði Helgi. „Ef hann dettur út í átta liða úrslitunum þá lítur hann út fyrir að vera algjör lúser,“ sagði Matthías. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Frammistaða Basile og yfirlýsing Kane Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld ræddi tvo lykilmenn Grindavíkurliðsins, bæði frammistöðu Basile en líka yfirlýsinguna frá liðsfélaga hans Deandre Kane. „Hann var rosa flottur, alveg frábær. Með 40 stig og níu stoðsendingar og tæp tuttugu stig í fyrsta leikhlutanum,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann var bara ótrúlegur í þessum leik og hann má reyna að ljúga að þjóðinni ítrekað í viðtölum að hann gíri sig ekkert sérstaklega upp fyrir Njarðvíkurleiki. Það er bara rugl,“ sagði Helgi Már. Basile spilað með Njarðvíkurliðinu undanfarin tvö ár en flutti sig yfir til Grindavíkur síðasta sumar. „Eðlilega. Menn eru að spila á móti gömlu félögunum og það er smá auka,“ sagði Helgi. Þeir skoðuðu tölfræði Basile í leikjunum á móti Njarðvík í vetur en hann hefur verið mjög góður í þeim báðum. „Maður sér þetta alveg. Hann er búinn að vera tala við fólk upp í stúku. Það er mjög augljóst að hann er að búa sér til mótiveringu fyrir þessa leiki,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Körfuboltakvöld fjallaði einnig um Deandre Kane og yfirlýsingu hans í viðtali við Víkurfréttir í síðustu viku þar sem hann sagði að Grindavík yrði Íslandsmeistari af því að hann væri í liðinu. „Þetta er gaman að sjá. Menn eru stórir og eru ekkert feimnir við að flagga því. Ég ímynda mér að allir Grindvíkingar ætli að vera Íslandsmeistarar. Þeir eru með hóp sem á að geta hótað því,“ sagði Helgi. „Ef hann dettur út í átta liða úrslitunum þá lítur hann út fyrir að vera algjör lúser,“ sagði Matthías. Það má sjá umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Frammistaða Basile og yfirlýsing Kane
Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira