Segir ljóst að stjórnvöld skorti pólitískan vilja til að hjálpa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 13:24 Íslenskur lögfræðingur segir að það sé mikil synd að íslensk stjórnvöld sjái sér ekki fært að aðstoða dvalarleyfishafa að komast út úr Gasa og gagnrýnir misvísandi upplýsingar ráðamanna í málinu sem hann segir að hafi ekki pólitískan vilja til að hjálpa. Í dag hafa hundruð boðað komu sína á mótmæli við Alþingishúsið. Rúmlega hundrað Palestínumenn, aðallega konur og börn, sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn föst á Gasa. Dómsmálaráðherra sagði í fréttum um helgina að ríkisstjórnin væri ekki búin að ákveða hvort hún muni bjarga dvalarleyfishöfunum og tók sérstaklega fram að íslenskum stjórnvöldum bæri engin skylda til þess. Albert Lúðvíksson, lögfræðingur, hefur fylgst með því í forundran hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum. Það sé ekki eins flókið að bjarga dvalarleyfishöfunum eins og gefið hefur verið í skyn. „Hin Norrænu ríkin hafa staðið sig býsna vel að aðstoða fólk í svipaðri stöðu að komast út af Gasa. Þetta er verkefni og ekki eitthvað sem flókið að leysa.“ The Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum á Gasa að hundrað tuttugu og sjö manns hefðu látist í árásum Ísraelshers í nótt. Óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í borginni Rafah þar sem rúmlega milljón manns hefur leitað skjóls í tjaldbúðum. Þar eru meðal annars þau sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. „Það er eiginlega síðasta skjólið sem þessir einstaklingar hafa, það er að fara núna, þegar Ísraelsher mun ráðast á Rafah og það er mikil synd að íslenskir ráðherrar skuli ekki sinna þessu verkefni og fara þess í stað oft og tíðum fram í fjölmiðlum með misvísandi og hreint og beint rangar upplýsingar, það hjálpar ekki þessari umræðu.“ Albert hvetur stjórnvöld til að aðstoða fólkið. „þegar maður greinir í sundur þessi misvísandi skilaboð og röngu upplýsingar, þá er það eina sem eftir stendur að það vantar þennan pólitíska vilja,“ segir Albert. Boðað hefur verði til mótmælafundar á Austurvelli klukkan þrjú til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfunum. Hátt í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína og á sjötta hundrað hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Abdullah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa mun halda ræðu en hann hefur ekki séð fjölskyldu sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er enn föst á Gasa. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Rúmlega hundrað Palestínumenn, aðallega konur og börn, sem hafa dvalarleyfi á Íslandi eru enn föst á Gasa. Dómsmálaráðherra sagði í fréttum um helgina að ríkisstjórnin væri ekki búin að ákveða hvort hún muni bjarga dvalarleyfishöfunum og tók sérstaklega fram að íslenskum stjórnvöldum bæri engin skylda til þess. Albert Lúðvíksson, lögfræðingur, hefur fylgst með því í forundran hvernig stjórnvöld hafa haldið á málum. Það sé ekki eins flókið að bjarga dvalarleyfishöfunum eins og gefið hefur verið í skyn. „Hin Norrænu ríkin hafa staðið sig býsna vel að aðstoða fólk í svipaðri stöðu að komast út af Gasa. Þetta er verkefni og ekki eitthvað sem flókið að leysa.“ The Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum á Gasa að hundrað tuttugu og sjö manns hefðu látist í árásum Ísraelshers í nótt. Óttast er að aukinn þungi færist í hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í borginni Rafah þar sem rúmlega milljón manns hefur leitað skjóls í tjaldbúðum. Þar eru meðal annars þau sem hafa dvalarleyfi á Íslandi. „Það er eiginlega síðasta skjólið sem þessir einstaklingar hafa, það er að fara núna, þegar Ísraelsher mun ráðast á Rafah og það er mikil synd að íslenskir ráðherrar skuli ekki sinna þessu verkefni og fara þess í stað oft og tíðum fram í fjölmiðlum með misvísandi og hreint og beint rangar upplýsingar, það hjálpar ekki þessari umræðu.“ Albert hvetur stjórnvöld til að aðstoða fólkið. „þegar maður greinir í sundur þessi misvísandi skilaboð og röngu upplýsingar, þá er það eina sem eftir stendur að það vantar þennan pólitíska vilja,“ segir Albert. Boðað hefur verði til mótmælafundar á Austurvelli klukkan þrjú til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfunum. Hátt í þrjú hundruð manns hafa boðað komu sína og á sjötta hundrað hafa lýst yfir áhuga á að mæta. Abdullah Alasser, fjórtán ára drengur frá Gasa mun halda ræðu en hann hefur ekki séð fjölskyldu sína í fimm ár en hún er ein þeirra sem hefur dvalarleyfi á Íslandi en er enn föst á Gasa.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58 Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16 Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Mótmæltu í ellefta skiptið við Ráðherrabústaðinn Félagið Ísland Palestína mótmælti stefnu stjórnvalda í málum Ísrael og Palestínu í ellefta skiptið fyrir framan Ráðherrabústaðinn í morgun. Þar fór fram ríkisstjórnarfundur og voru ráðherrar því mættir í bústaðinn. 30. janúar 2024 09:58
Fordæma ákvörðun utanríkisráðherra Stjórn félagsins Ísland - Palestína hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra, um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) er fordæmd. 29. janúar 2024 16:16
Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57
Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. 1. febrúar 2024 23:19