Á nú að einkavæða öldrunarþjónustuna? Eða hvað? Sigurjón Kjærnested, María Fjóla Harðardóttir og Karl Óttar Einarsson skrifa 6. febrúar 2024 07:02 Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra kynntu á dögunum nýtt fyrirkomulag við að tryggja húsnæði fyrir rekstur hjúkrunarheimila. Áformað er að öflun húsnæðis undir rekstur hjúkrunarheimila fari fram í gegnum útboð með það að markmiði að auka hagkvæmni, sérhæfingu og skilvirkni á þessu sviði og stuðla að því að framboð hjúkrunarrýma haldist í hendur við vaxandi þörf á komandi árum. Þá munu koma til leigugreiðslur til þeirra sem þegar leggja fram húsnæði til reksturs hjúkrunarheimila. Við hjá SFV, samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu, fögnum þessum áformum mjög enda höfum við kallað eftir breytingum í þessum málaflokki um árabil. Hingað til hefur kostnaður velferðarfyrirtækja vegna reksturs húsnæðis valdið því að uppbygging hefur verið afar hæg og viðhald setið á hakanum. Með nýju fyrirkomulagi stígur ríkið inn með myndarlegt og nauðsynlegt fjármagn til hjúkrunarheimila og fagaðilar koma inn í rekstur húsnæðis. Saman gefur þetta tækifæri til þess að fjölga rýmum og viðhald og endurnýjun á húsnæði verður betra, sem mun stórbæta þær aðstæður sem fólkið okkar býr við og eins starfsumhverfi okkar dýrmæta starfsfólks. Við höfum þá tækifæri til að byggja upp og bæta þjónustuna enn frekar sem okkur hefur verið treyst fyrir að veita. Þessi breyting gefur okkur einnig sem samfélagi loksins tækifæri til þess að byggja upp heilbrigða heilbrigðisþjónustu í landinu, þar sem einstaklingur ferðast í gegnum gegnum kerfið en situr ekki fastur á „röngum stað á röngum tíma í vitlausu húsi“ og Landspítali, heilsugæsla, heimahjúkrun, hjúkrunarheimili og önnur heilbrigðisþjónusta fá tækifæri til að sinna sínu hlutverki í þjónustu við íbúa þessa lands. Það hefur verið umræða um það hvort rétt sé að hleypa fleiri aðilum inn í rekstur húsnæðis hjúkrunarheimila. Það sem gleymist í umræðunni er tvennt. Í fyrsta lagi er hér einungis verið að boða að aðrir aðilar komi að rekstri húsnæðis hjúkrunarheimila – ekki þjónustunni sjálfri. Og svo gleymist það hversu góða reynslu við höfum af því að aðrir aðilar en ríkið sjálft komi að velferðar- og heilbrigðisþjónustu. Íslenska ríkið hefur í áratugi gert samninga við sérhæfða aðila, þ.e. sjálfseignarstofnanir og almannaheillafélög, um rekstur velferðarþjónustu og hefur það samstarf gengið mjög vel. Þetta eru rótgróin fyrirtæki í íslensku samfélagi og má nefna hjúkrunarheimilið Grund, Hrafnista, SÁÁ og Reykjalund í því samhengi. Í litlu samfélagi er nauðsynlegt að hafa fjölbreytt fyrirkomulag á rekstri í heilbrigðisþjónustu. Ríkið stýrir umfangi heilbrigðisþjónustu og hefur eftirlit með gæðum í gegnum þjónustusamninga og mun áfram gera það með nýju fyrirkomulagi. Nýtt fyrirkomulag í húsnæðismálum hjúkrunarheimila mun því ekki hafa áhrif á rekstur sjálfrar þjónustunnar eða hverjir fá aðgang að henni. Eitt meginhlutverk okkar hjá SFV, sem hagsmunasamtökum fyrirtækja í velferðar- og heilbrigðisþjónustu, er að veita stjórnvöldum aðhald og benda þeim á þegar þau eru á rangri leið. Þess vegna er það alltaf skemmtilegur dagur í vinnunni okkar þegar við getum fagnað góðum málum og mælt með þeim. Ef þetta mál nær fram að ganga mun þjónusta hjúkrunarheimila eflast enn frekar og það mun færast ofurkraftur í uppbyggingu nýrra hjúkrunarheimila, með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Því segjum við bara takk Willum, takk Þórdís – og keyrum þetta í gang! Höfundar eru framkvæmdastjóri SFV, formaður stjórnar SFV og varaformaður stjórnar SFV.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar