Byrjaði sextán ára í markinu og nú kominn í ensku úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 23:31 Hákon Rafn og Bruno Fernandes í leik Íslands gegn Portúgal ytra. David S. Bustamante/Getty Images Hákon Rafn Valdimarsson var sextán ára þegar hann byrjaði að æfa mark. Nokkrum árum seinna er hann orðinn landsliðsmarkvörður númer eitt. Hákon gekk á dögunum til liðs við enska úrvaldeildarfélagið Brentford og skrifaði undir samning til ársins 2028. Hann kemur til liðsins frá sænska liðinu Elfsborg en liðið var grátlega nálægt því að vinna sænska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Hákon Rafn var útileikmaður nánast alla yngri flokkanna með KR og Gróttu. „Ég myndi segja að ég hafi grætt mikið á því í byrjun, þegar ég byrjaði í marki. Núna, þegar maður er kominn á þetta getustig, þá spila hæfileikar sem útileikmaður ekki mikið inn í. Núna þarf að maður að fara bæta sig enn meira, allt gerist miklu hraðar.“ „Árin á Íslandi gengu mjög hratt fyrir sig, þannig séð. Tímabilin tvö með Óskari (Hrafni Þorvaldssyni) og síðan þegar ég fór til Svíþjóðar fyrir tveimur og hálfu ári hef ég æft mjög vel og bætt mig gríðarlega hratt.“ Ísland mætir Ísrael 21.mars í umspili um laust sæti á EM í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram í Búdapest á hlutlausum velli. Ef sá leikur vinnst mætir Íslands Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sætið á EM. „Frábært að hafa fengið að spila í janúar (gegn Hondúras og Gvatemala), fá aðeins fleiri leiki. Síðan sé ég fulla möguleika á að komast á EM. Gríðarlega spenntur,“ sagði Hákon Rafn áður en hann játti því að endingu að markmiðið væri að komast á stórmót á nýjan leik. Fótbolti Enski boltinn Grótta KR Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira
Hákon gekk á dögunum til liðs við enska úrvaldeildarfélagið Brentford og skrifaði undir samning til ársins 2028. Hann kemur til liðsins frá sænska liðinu Elfsborg en liðið var grátlega nálægt því að vinna sænska meistaratitilinn á síðustu leiktíð. Hákon Rafn var útileikmaður nánast alla yngri flokkanna með KR og Gróttu. „Ég myndi segja að ég hafi grætt mikið á því í byrjun, þegar ég byrjaði í marki. Núna, þegar maður er kominn á þetta getustig, þá spila hæfileikar sem útileikmaður ekki mikið inn í. Núna þarf að maður að fara bæta sig enn meira, allt gerist miklu hraðar.“ „Árin á Íslandi gengu mjög hratt fyrir sig, þannig séð. Tímabilin tvö með Óskari (Hrafni Þorvaldssyni) og síðan þegar ég fór til Svíþjóðar fyrir tveimur og hálfu ári hef ég æft mjög vel og bætt mig gríðarlega hratt.“ Ísland mætir Ísrael 21.mars í umspili um laust sæti á EM í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram í Búdapest á hlutlausum velli. Ef sá leikur vinnst mætir Íslands Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sætið á EM. „Frábært að hafa fengið að spila í janúar (gegn Hondúras og Gvatemala), fá aðeins fleiri leiki. Síðan sé ég fulla möguleika á að komast á EM. Gríðarlega spenntur,“ sagði Hákon Rafn áður en hann játti því að endingu að markmiðið væri að komast á stórmót á nýjan leik.
Fótbolti Enski boltinn Grótta KR Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Sjá meira