Hefur margbrotið sig en annars verið við ágæta heilsu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2024 06:58 Feðgar þegar allt lék í lyndi. Getty/WireImage/Samir Hussein Harry Bretaprins mun ferðast frá heimili sínu í Los Angeles á næstu dögum til þess að heimsækja föður sinn, Karl III Bretakonung, sem hefur greinst með krabbamein. Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur. Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Þetta hefur fengist staðfest hjá talsmönnum Harry og eiginkonu hans Meghan Markle. Harry er sagður munu fara einn til Bretlands en Meghan verða um kyrrt hjá börnum þeirra Archie og Lilibet. Samkvæmt breskum miðlum hafði Karl persónulega samband við syni sína, Harry og Vilhjálm, og upplýsti þá um greininguna. Þá greindi hann einnig systkinum sínum; Önnu, Andrési og Játvarði, frá tíðindunum. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Meinið er þó ekki í blöðruhálskirtlinum en Buckingham-höll hefur ekki gefið upp um hvers konar krabbamein er að ræða. Konungurinn var útskrifaður og mætti til messu í Sandringham á sunnudag en snéri aftur til Lundúna í gær til að hefja meðferð við krabbameininu. Hann mun gangast undir meðferðina heima og sinna störfum sínum áfram. Opinberum heimsóknum og viðburðum hefur þó verið frestað. Karl hefur almennt verið við góða heilsu, fyrir utan bakverki sem má líklega rekja til ófárra falla af hestbaki. Konungurinn stundaði póló í meira en 40 ár og braut nokkur bein við íþróttaiðkunina. Þá braut hann bein við refaveiðar og fingur við garðyrkjustörf. Árið 2008 var vöxtur fjarlægður af nefi konungsins en ekki reyndist um krabbamein að ræða. Þá gekkst hann undir aðgerð vegna kviðslits árið 2003. Karl fékk Covid í mars 2020, áður en byrjað var að bólsetja fyrir pestinni, en veiktist ekki alvarlega. Hann smitaðist aftur árið 2022 en var þá þríbólusettur.
Kóngafólk England Bretland Karl III Bretakonungur Harry og Meghan Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira