Erlent

Fyrr­verandi for­sætis­ráð­herra Ír­lands látinn

Atli Ísleifsson skrifar
John Bruton gegndi embætti forsætisráðherra Írlands á árunum 1994 til 1997.
John Bruton gegndi embætti forsætisráðherra Írlands á árunum 1994 til 1997. Getty

John Bruton, fyrrverandi forsætisráðherra Írlands, er látinn, 76 ára að aldri. Hann gegndi embætti forsætisráðherra (Taoiseach) á árunum 1994 til 1997.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Bruton kemur fram að hann hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi í Dublin í gær. Hann hafði glímt við veikindi í lengri tíma.

„Hann var góður eiginmaður, góður faðir og sannur föðurlandsvinur,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir að hans verði sárt saknað.

Bruton var leiðtogi Fine Gael frá 1990 til 2001. Hann var endurkjörinn á írska þingið árið 2002 en sagði af sér tveimur árum síðar.

Bruton lætur eftir sig eiginkonuna Finolu og fjögur börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×