Guðný og stöllur unnu einnig 3-0 sigur í fyrri leik liðanna og því var nokkuð ljóst að sæti í undanúrslitum væri svo gott sem tryggt fyrir heimaleik liðsins í dag.
von AC Milan um sæti í undanúrslitum styrktist svo enn frekar þegar Christy Grimshaw kom liðinu í forystu strax á fjórðu mínútu áður en Guðný lagði upp annað mark liðsins fyrir Chante Dompig stundarfjórðungi síðar.
Andrea Staskova gulltryggði svo öruggan 3-0 sigur AC Milan þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka eftir að hafa komið inn á sem varamaður stuttu áður.
Niðurstaðan því 3-0 sigur AC Milan og samanlagt vann liðið því 6-0. Guðný og stöllur eru þar með á leið í undanúrslit þar sem liðið mætir annað hvort Napoli eða Roma.