Leeds þurfti framlengingu en Coventry og Southampton flugu áfram Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2024 22:16 Wilfried Gnonto og Crysencio Summerville skoruðu sitt markið hvor fyrir Leeds. Ryan Hiscott/Getty Images Þrír leikir fóru fram í fjóru umferð ensku bikarkeppninnar, FA-bikarsins, í kvöld. Um var að ræða endurtekna leiki eftir að liðin gerðu jafntefli í fyrri viðureignum. Mesta spennan var í viðureign Plymouth og Leeds, sem bæði leika í ensku B-deildinni. Gestirnir í Leeds voru mun hættulegri lengst af og náðu loks forystunni með marki frá Wilfried Gnonto á 66. mínútu. Það var í raun ekki mikið sem benti til þess að Plymouth myndi jafna metin, en það gerði liðið þó þegar Brendan Galloway kom boltainum í netið á 78. mínútu og því þurfti að framlengja til að skera úr um sigurvegara. Í framlengingunni reyndust gestirnir frá Leeds sterkari og mörk frá Crysencio Summerville, Georginio Rutter og eitt stykki sjálfsmark á lokamínútunum tryggðu liðinu 4-1 sigur. Þá vann Southampton 3-0 sigur gegn Watford þar sem Sekou Mara skoraði tvö mörk fyrir heimamenn áður en Che Adams bætti þriðja markinu við þegar um stundarfjórðungur var eftir. Að lokum vann Coventry öruggan 4-1 sigur gegn Sheffield Wednesday og Coventry, Southampton og Leeds eru þar með á leið í fimmtu umferð FA-bikarsins. Búið er að draga í fimmtu umferðina og nú þegar er orðið ljóst að Leeds mætir annað hvort Chelsea eða Aston Villa á útivelli, Southampton heimsækir Liverpool og Coventry tekur á móti utandeildarliði Maidstone. Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Mesta spennan var í viðureign Plymouth og Leeds, sem bæði leika í ensku B-deildinni. Gestirnir í Leeds voru mun hættulegri lengst af og náðu loks forystunni með marki frá Wilfried Gnonto á 66. mínútu. Það var í raun ekki mikið sem benti til þess að Plymouth myndi jafna metin, en það gerði liðið þó þegar Brendan Galloway kom boltainum í netið á 78. mínútu og því þurfti að framlengja til að skera úr um sigurvegara. Í framlengingunni reyndust gestirnir frá Leeds sterkari og mörk frá Crysencio Summerville, Georginio Rutter og eitt stykki sjálfsmark á lokamínútunum tryggðu liðinu 4-1 sigur. Þá vann Southampton 3-0 sigur gegn Watford þar sem Sekou Mara skoraði tvö mörk fyrir heimamenn áður en Che Adams bætti þriðja markinu við þegar um stundarfjórðungur var eftir. Að lokum vann Coventry öruggan 4-1 sigur gegn Sheffield Wednesday og Coventry, Southampton og Leeds eru þar með á leið í fimmtu umferð FA-bikarsins. Búið er að draga í fimmtu umferðina og nú þegar er orðið ljóst að Leeds mætir annað hvort Chelsea eða Aston Villa á útivelli, Southampton heimsækir Liverpool og Coventry tekur á móti utandeildarliði Maidstone.
Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira