„Skemmtilegasta Íslandsmetið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2024 12:31 Baldvin Þór Magnússon var nýlentur á Íslandi eftir ferðalag frá Afríku en hljóp frábærlega á Reykjavíkurleikunum. FRÍ Baldvin Þór Magnússon sló 44 ára gamalt Íslandsmet um helgina. Hann dvaldi á dögunum í mánuð í Kenýa og stundaði þar svokallaðar háfjallaloftsæfingar. Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Baldvin var þarna að slá enn eitt Íslandsmetið en hann sló met Jóns Diðrikssonar í 1500 metra hlaupi innanhúss sem var frá árinu 1980. Baldvin bætti metið um fjórar sekúndur. Aldrei slegið met áður á Íslandi „Það var alveg ótrúlega gaman og ég myndi segja að þetta væri skemmtilegasta Íslandsmetið sem ég er búinn að ná. Þetta var á Íslandi og ég hef aldrei áður slegið Íslandsmet á Íslandi,“ sagði Baldvin Þór Magnússon í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Ég hef aldrei fengið svona mikla athygli eða svona mikið gert með það. Það var gert stórt mál úr því í höllinni. Það var ótrúlega gaman og mjög sætt að ná sigrinum líka,“ sagði Baldvin. Hann hefur þó hlaupið hraðar utanhúss. „Ég hef hlaupið á 3.40 en það er mjög gott að byrja á 3.41 svona snemma á tímabilinu af því að ég er ekki búinn að taka eins mikið af 1500 metra æfingum og ég hafði gert þegar ég hljóp á 3.40. Það er mjög gott að vera í svona standi svona snemma,“ sagði Baldvin. „Ég var mjög heppinn með að það var mjög góð keppni í hlaupinu og ég þurfti ekki að hugsa það mikið um tímann. Á síðustu fimm hundruð metrunum var markmiðið bara að vinna. Tíminn myndi redda sér sjálfur ef ég myndi vinna,“ sagði Baldvin. Var í 2400 metra hæð Hann er nýkominn aftur til Íslands eftir að hafa verið í æfingabúðum í fjöllunum í Kenía. „Ég var í 2400 metra hæð allan janúar í Kenía. Pælingin með því að vera svona hátt uppi er að það er minna súrefni og þynnra loft. Það eykur rauðu blóðkornin að vera hlaupa og sofa í svona þunnu lofti,“ sagði Baldvin. „Það er allt erfiðara. Æfingarnar eru erfiðari og þær eru aðeins hægari. Ég gat tekið meira af æfingum og við vorum að gera það. Ég var að taka þrjár til fjórar gæðaæfingar í viku en ég myndi vanalega bara taka þrjár niðri,“ sagði Baldvin. „Ég náði að æfa mjög vel þarna uppi og var alveg á mörkunum hvað ég get æft mikið. Þetta voru mjög góðar æfingabúðir,“ sagði Baldvin. Mót í Frakklandi og Noregi Hann setur stefnuna á það að komast inn á Ólympíuleikana í París í sumar. „Ég er að keppa í Frakklandi á föstudaginn og svo í Noregi á sunnudaginn. Utanhússtímabilið byrjar í maí og það nær fram yfir Ólympíuleikana. Markmiðið er að komast á EM í júní en ég myndi þurfa að ná lágmarkinu fyrir það í maí,“ sagði Baldvin. „Svo vonandi að komast á Ólympíuleikana með því. Ég þarf þá að bæta mig en ég tel að það séu mjög góðar líkur á því að ég geri það. Ég er að æfa mjög vel og er mjög sáttur með hvernig allt gengur núna. Það kemur síðan allt í ljós á næstu vikum í hvernig formi ég er. Það skiptir líka máli hvernig aðrir hlaupa út um allan heim,“ sagði Baldvin. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? Íslenski boltinn Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Þriðji deildarsigur Villa í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Afturelding - Vestri | Bæði að berjast fyrir lífi sínu KA - ÍA | Ná Skagamenn að klára dæmið í dag? KR - ÍBV | Komið að sögulegri kveðjustund? Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira