Hótar að kæra manninn sem fylgist með einkaþotunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Taylor Swift hefur í nógu að snúast þessa dagana á tónleikaferðalagi og kærir sig ekki um að láta fylgjast með ferðum þotunnar. Christopher Jue/TAS24/Getty Images Lögmenn bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift hafa sent háskólanemanum Jack Sweeney bréf þar sem honum er hótað því að verða kærður muni hann ekki láta af því að birta upplýsingar um ferðir einkaþotu söngkonunnar á samfélagsmiðlum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins. Bandaríkin Hollywood Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að Sweeney hafi í áraraðir haldið úti síðum á samfélagsmiðlum þar sem hann birtir upplýsingar um flugferðir einkaþota hinna ýmissa frægðarmenna. Þá reiknar hann að sama skapi kolefnislosun flugvéla þeirra. Elon Musk hefur áður hjólað í Sweeney vegna þessa. Í bréfi lögmanna söngkonunnar til Sweeney fullyrða þeir að um sé að ræða ógn gegn öryggi söngkonunnar. Þá saka þeir Sweeney um að hafa aðstoðað eltihrella með uppátæki sínu og fullyrða þeir að upplýsingar um flugferðir söngkonunnar eigi ekkert erindi við almenning. Rifjað er upp í umfjöllun Guardian að eltihrellar hafi ítrekað setið um söngkonuna. Meðal annars reyndi einn slíkur að brjótast inn á heimili hennar í New York í janúar síðastliðnum. Þá hefur talsmaður söngkonunnar áður sagt að gagnrýni umhverfisverndarsinna vegna flugferða einkaþotu hennar eigi ekki rétt á sér. Hún hafi keypt kolefniskvóta sem nemi margföldum útblæstri einkaþotu hennar. Þá hafi hún oft lánað einkaþotu sína annað. Sjálfur segir Jack Sweeney að allar upplýsingar sem hann hafi birt um ferðir einkaþotu söngkonunnar séu opinberar upplýsingar. Þær upplýsingar væru auk þess ekki nákvæmar um staðsetningu hennar og væru svipaðar og upplýsingar um tónleikaferðalög hennar. Þá segir Jack söngkonuna ekki hafa haft neina tiltekna skoðun á athæfi sínu þar til hún hafi verið gagnrýnd opinberlega fyrir mengun vegna flugferða hennar. Fram kemur í frétt Guardian að aðdáendur söngkonunnar hafi lýst yfir miklum vonbrigðum með söngkonuna vegna málsins.
Bandaríkin Hollywood Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira