Nógu heilsuhraustur fyrir símtal Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2024 16:09 Karl Bretakonungur og Rishi Sunak, forsætisráðherra á góðri stundu. Chris Jackson/Getty Images Breska forsætisráðuneytið tilkynnti fjölmiðlum sérstaklega að Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hyggist ræða við Karl Bretakonung símleiðis í dag. Eins og greint var frá því á dögunum er Karl með krabbamein. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska. Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að tilkynningin sé mjög óvenjuleg. Allajafna séu fjölmiðlar ekki látnir vita af samskiptum konungsins og forsætisráðherra, sem ræða saman vikulega. Miðillinn hefur eftir talsmanni forsætisráðherrans að tilkynningin hafi verið send út í samráði við konungshöllina. Þetta sé einsdæmi og er þess getið í umfjöllun Guardian að ætlunin sé að sýna fram á að konungurinn geti sinnt sumum skyldum sínum þrátt fyrir að gangast nú undir krabbameinsmeðferð. „Við gerum þetta almennt ekki og við erum ekki að fara að gera það að venju að tjá okkur um samtöl forsætisráðherrans við konunginn. Í samráði við höllina staðfestum við hinsvegar í þessu sérstaka tilfelli, að þeir munu ræða saman símleiðis.“ Sinnir lágmarks skyldum Greint var frá því á mánudaginn að Karl hefði greinst með krabbamein. Ekki hefur komið fram hvers konar krabbamein sé um að ræða. Krabbameinið uppgötvaðist þegar Karl var lagður inn á sjúkrahús til að gangast undir meðferð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Karl mun gangast undir meðferð og mun ekki sinna opinberum embættisverkum um ófyrirsjáanlega framtíð. Fram kemur í frétt Guardian að konungurinn muni hinsvegar sinna einhverjum skyldustörfum. Meðal annars ræða við forsætisráðherrann, líkt og tilkynning forsætisráðuneytisins ber með sér. Vilhjálmur krónprins mun annast opinber embættisverk konungsins í hans stað á meðan. Eiginkona hans, Katrín Middleton, er sjálf að jafna sig eftir skurðaðgerð og mun hún ekki sinna opinberum embættisverkum fyrr en eftir páska.
Kóngafólk Karl III Bretakonungur Bretland Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira