Ekki hefur spurst til hins 35 ára Abdul Ezedi frá kvöldi miðvikudagsins 31. janúar eftir að hann réðst að konunni og tveimur dætrum hennar, með sýru. Konan er samkvæmt heimildum Sky fyrrverandi kærasta hans. Rannsóknarlögregla í Lundúnum rannsakar árásina sem tilraun til manndráps.
Efnin sem Ezedi notaði voru svo sterk að fólk sem kom að mæðgunum varð einnig fyrir áverkum en alls særðust tólf í árásinni. Móðirin liggur enn á sjúkrahúsi og getur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ekki talað sökum áverka.
Ezedi hlaut að auki áverka. Eins og sjá má á mynd af öryggismyndavél hér að ofan er hann með áverka í andliti, það hefur ekki komið fram hvort þeir tengist árásinni eða séu eldri. Lögreglan í Lundunum segir áverka hans geta reynst banvæn komist hann ekki undir læknishendur.
Þá hefur lögregla auglýst fundarlaun upp á tuttugu þúsund pund, tæplega 3,5 milljónir króna, til hvers sem getur veitt upplýsingar um ferðir Ezedi.