Sár árásarmannsins gætu reynst banvæn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 17:59 Ezedi var árið 2018 ákærður fyrir kynferðisbrot. Met Police Maðurinn sem skvetti sýru framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar í Lundúnum síðasta miðvikudag áður en hann lagði á flótta, er enn ófundinn. Sár hans gætu að sögn lögreglu reynst banvæn komist hann ekki undir læknishendur. Ekki hefur spurst til hins 35 ára Abdul Ezedi frá kvöldi miðvikudagsins 31. janúar eftir að hann réðst að konunni og tveimur dætrum hennar, með sýru. Konan er samkvæmt heimildum Sky fyrrverandi kærasta hans. Rannsóknarlögregla í Lundúnum rannsakar árásina sem tilraun til manndráps. Efnin sem Ezedi notaði voru svo sterk að fólk sem kom að mæðgunum varð einnig fyrir áverkum en alls særðust tólf í árásinni. Móðirin liggur enn á sjúkrahúsi og getur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ekki talað sökum áverka. Ezedi hlaut að auki áverka. Eins og sjá má á mynd af öryggismyndavél hér að ofan er hann með áverka í andliti, það hefur ekki komið fram hvort þeir tengist árásinni eða séu eldri. Lögreglan í Lundunum segir áverka hans geta reynst banvæn komist hann ekki undir læknishendur. Þá hefur lögregla auglýst fundarlaun upp á tuttugu þúsund pund, tæplega 3,5 milljónir króna, til hvers sem getur veitt upplýsingar um ferðir Ezedi. Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin. 3. febrúar 2024 17:49 Móðurinni haldið sofandi Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar. 2. febrúar 2024 16:02 Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. 1. febrúar 2024 15:06 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Ekki hefur spurst til hins 35 ára Abdul Ezedi frá kvöldi miðvikudagsins 31. janúar eftir að hann réðst að konunni og tveimur dætrum hennar, með sýru. Konan er samkvæmt heimildum Sky fyrrverandi kærasta hans. Rannsóknarlögregla í Lundúnum rannsakar árásina sem tilraun til manndráps. Efnin sem Ezedi notaði voru svo sterk að fólk sem kom að mæðgunum varð einnig fyrir áverkum en alls særðust tólf í árásinni. Móðirin liggur enn á sjúkrahúsi og getur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu ekki talað sökum áverka. Ezedi hlaut að auki áverka. Eins og sjá má á mynd af öryggismyndavél hér að ofan er hann með áverka í andliti, það hefur ekki komið fram hvort þeir tengist árásinni eða séu eldri. Lögreglan í Lundunum segir áverka hans geta reynst banvæn komist hann ekki undir læknishendur. Þá hefur lögregla auglýst fundarlaun upp á tuttugu þúsund pund, tæplega 3,5 milljónir króna, til hvers sem getur veitt upplýsingar um ferðir Ezedi.
Bretland Erlend sakamál England Tengdar fréttir Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin. 3. febrúar 2024 17:49 Móðurinni haldið sofandi Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar. 2. febrúar 2024 16:02 Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. 1. febrúar 2024 15:06 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin. 3. febrúar 2024 17:49
Móðurinni haldið sofandi Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar. 2. febrúar 2024 16:02
Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. 1. febrúar 2024 15:06