Þingmaður VG biðlar til Bjarna sem ráði alfarið ferðinni Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2024 07:16 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst vona að lausn finnist í máli 128 Palestínumanna á Gasa. Fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra telur mikilvægt að ljúka umræðu og móta nýja stefnu í málaflokknum áður en gripið verði til aðgerða. Vísir/Vilhelm Brynhildur Björnsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, skorar á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra að sjá til þess að „fólkið okkar“ verði sótt á Gaza. Hún segir Katrínu Jakobsdóttur ólma vilja gera það en hún hafi ekki vald til þess að segja utanríkisráðherra fyrir verkum. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Brynhildar sem tók í lok árs 2023 sæti á þingi vegna veikinda Svandísar Svavarsdóttur. „Ég skora á utanríkisráðherra að gera það sem þarf til að sækja fólkið okkar á Gaza,“ segir Brynhildur. Áskorun hennar fellur ekki vel í kramið hjá fjölmörgum sem hafa kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda í málinu og telja má á vinstri væng stjórnmálanna. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, spyr Brynhildi af hverju hún skori ekki á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að þrýsta á utanríkisráðherra. Vinstri græn beri fulla ábyrgð á stöðunni. Brynhildur segir Eirík vega ómaklega að Katrínu og VG. „Heldur þú í alvöru að forsætisráðherra vilji ekki sækja fólkið til Gaza og bjarga mannslífum? Eða VG? Af hverju í ósköpunum ættum við ekki að vilja það? Forsætisráðherra hefur ítrekað lýst yfir skoðun sinni og vilja til að fá fólkið okkar á Gaza heim. Hvað á hún að gera meira en það? Hún getur ekki skipað utanríkisráðherra eitt eða neitt, ekki frekar en hann henni. Þannig er íslenska lýðræðið byggt upp og ég er ekki viss um að við myndum vilja hafa það öðruvísi í stóra samhenginu.“ Eiríkur Rögnvaldsson gefur lítið fyrir áskorun þingmanns VG. Hann segir VG jafnábyrgt fyrir stöðunni og Sjálfstæðisflokkurinn þó síðarnefndi flokkurinn fari með ráðuneyti utanríkismála.Vísir/Sigurjón Eiríkur segir Katrínu vel geta skipað utanríkisráðherra að beita sér í málinu. „Ef hann neitar þá á forsætisráðherra að slíta stjórninni. Þannig virkar lýðræðið. Að öðrum kosti ber VG fulla ábyrgð á þessu skelfilega máli. Þið getið ekkert skotið ykkur undan því.“ Brynhildur segist vilja hjálpa fólkinu. Það vilji allir í VG. Þau geri sitt besta. „Er þetta brandari eða trúirðu þessu sjálf?“ segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur sem hefur gagnrýnt Katrínu harðlega undanfarnar vikur og mánuði. Illugi Jökulsson spyr Brynhildi einfaldlega hvort hún sé að grínast?Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að flutningur á 128 manns á Gasa sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningu væri í skoðun. Hann sagði málið flókið, alrangt að Íslendingar væru aðgerðarlausir en ráðherranefndin og ríkisstjórnin yrðu að komast til botns í umræðu um málefni hælisleitenda og móta nýja stefnu. Innviðir landsins væru að hruni komnir vegna fjölda hælisleitenda. Katrín hefur sagt skipta máli að fyrrnefnt fólk geti notið réttar síns hér á landi. Hún voni að hægt verði að koma fólkinu til landsins. Unnið sé að málinu af þremur ráðuneytum en framkvæmdin hafi verið metin flókin. Þrjár íslenskar konur sóttu móður og þrjú börn til Gasa í byrjun vikunnar. Þær vinna áfram að því að sækja fleiri af þessum 128 sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, en um er að ræða 75 börn, 44 mæður og níu feður. Utanríkismál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Brynhildar sem tók í lok árs 2023 sæti á þingi vegna veikinda Svandísar Svavarsdóttur. „Ég skora á utanríkisráðherra að gera það sem þarf til að sækja fólkið okkar á Gaza,“ segir Brynhildur. Áskorun hennar fellur ekki vel í kramið hjá fjölmörgum sem hafa kallað eftir viðbrögðum stjórnvalda í málinu og telja má á vinstri væng stjórnmálanna. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku, spyr Brynhildi af hverju hún skori ekki á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að þrýsta á utanríkisráðherra. Vinstri græn beri fulla ábyrgð á stöðunni. Brynhildur segir Eirík vega ómaklega að Katrínu og VG. „Heldur þú í alvöru að forsætisráðherra vilji ekki sækja fólkið til Gaza og bjarga mannslífum? Eða VG? Af hverju í ósköpunum ættum við ekki að vilja það? Forsætisráðherra hefur ítrekað lýst yfir skoðun sinni og vilja til að fá fólkið okkar á Gaza heim. Hvað á hún að gera meira en það? Hún getur ekki skipað utanríkisráðherra eitt eða neitt, ekki frekar en hann henni. Þannig er íslenska lýðræðið byggt upp og ég er ekki viss um að við myndum vilja hafa það öðruvísi í stóra samhenginu.“ Eiríkur Rögnvaldsson gefur lítið fyrir áskorun þingmanns VG. Hann segir VG jafnábyrgt fyrir stöðunni og Sjálfstæðisflokkurinn þó síðarnefndi flokkurinn fari með ráðuneyti utanríkismála.Vísir/Sigurjón Eiríkur segir Katrínu vel geta skipað utanríkisráðherra að beita sér í málinu. „Ef hann neitar þá á forsætisráðherra að slíta stjórninni. Þannig virkar lýðræðið. Að öðrum kosti ber VG fulla ábyrgð á þessu skelfilega máli. Þið getið ekkert skotið ykkur undan því.“ Brynhildur segist vilja hjálpa fólkinu. Það vilji allir í VG. Þau geri sitt besta. „Er þetta brandari eða trúirðu þessu sjálf?“ segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður og rithöfundur sem hefur gagnrýnt Katrínu harðlega undanfarnar vikur og mánuði. Illugi Jökulsson spyr Brynhildi einfaldlega hvort hún sé að grínast?Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 á þriðjudag að flutningur á 128 manns á Gasa sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningu væri í skoðun. Hann sagði málið flókið, alrangt að Íslendingar væru aðgerðarlausir en ráðherranefndin og ríkisstjórnin yrðu að komast til botns í umræðu um málefni hælisleitenda og móta nýja stefnu. Innviðir landsins væru að hruni komnir vegna fjölda hælisleitenda. Katrín hefur sagt skipta máli að fyrrnefnt fólk geti notið réttar síns hér á landi. Hún voni að hægt verði að koma fólkinu til landsins. Unnið sé að málinu af þremur ráðuneytum en framkvæmdin hafi verið metin flókin. Þrjár íslenskar konur sóttu móður og þrjú börn til Gasa í byrjun vikunnar. Þær vinna áfram að því að sækja fleiri af þessum 128 sem eiga kost á dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar, en um er að ræða 75 börn, 44 mæður og níu feður.
Utanríkismál Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09 Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Með „krónískan kökk í hálsinum“ að forgangsraða fólki til að bjarga undan sprengjuregni í Rafah Fjölskyldan sem þrjár íslenskar konur björguðu frá Gasa á dögunum hafa fengið grænt ljós frá Alþjóðafólksflutningastofnun Sameinuðu þjóðanna (IOM) um að ferðast. 8. febrúar 2024 14:09
Rúmur helmingur allra mannvirkja í Gasa eyðilagður Rúmur helmingur allra mannvirkja á Gasasvæðinu hafa orðið fyrir skemmdum eða eyðilagst aljgörlega síðan innrás Ísraela hófst þann 7. október á síðasta ári. 8. febrúar 2024 23:22