Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2024 09:42 Mikil óvissa er komin upp varðandi biskupskjör, sem átti að fara fram frá 7. mars til 12. mars. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. Eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að afkóða tilnefningarnar á dögunum tilkynnti kjörstjórn Þjóðkirkjunnar að hún liti svo á að ferlið við kosningu biskups væri enn í gangi. Þess vegna væri hægt að endurtaka tilnefningarnar frá og með deginum í dag. Kjörstjórn ákvað þannig að starfsreglur um kosningu biskups, þar sem kveðið er á um að auglýsa þurfi tilnefningaferlið með viku fyrirvara, ættu ekki við. Ákvörðunin hefur einnig í för með sér að tímalengd milli tilnefninga og kosninga raskast og þar sem kveðið er á um hana í fyrrnefndum starfsreglum sendi kjörstjórn erindi á forsætisráðunefnd Kirkjuþings, þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar. Í tilkynningu á vefnum kirkjan.is segir að samþykki forsætisnefndar hafi verið forsenda þess að framhaldstilnefningin næði tilgangi sínum. „Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.“ Þá segir að kjörstjórn muni hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 „Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að afkóða tilnefningarnar á dögunum tilkynnti kjörstjórn Þjóðkirkjunnar að hún liti svo á að ferlið við kosningu biskups væri enn í gangi. Þess vegna væri hægt að endurtaka tilnefningarnar frá og með deginum í dag. Kjörstjórn ákvað þannig að starfsreglur um kosningu biskups, þar sem kveðið er á um að auglýsa þurfi tilnefningaferlið með viku fyrirvara, ættu ekki við. Ákvörðunin hefur einnig í för með sér að tímalengd milli tilnefninga og kosninga raskast og þar sem kveðið er á um hana í fyrrnefndum starfsreglum sendi kjörstjórn erindi á forsætisráðunefnd Kirkjuþings, þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar. Í tilkynningu á vefnum kirkjan.is segir að samþykki forsætisnefndar hafi verið forsenda þess að framhaldstilnefningin næði tilgangi sínum. „Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.“ Þá segir að kjörstjórn muni hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 „Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Sjá meira
Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35
„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32