Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 15:05 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar árið 2019. Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11