Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Keflavík 63-102 | Upprúllun hjá Keflavík Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 10. febrúar 2024 18:37 vísir/Hulda Margrét Keflavík valtaði yfir Stjörnuna þegar liðin mættust í A-hluta Subway-deildar kvenna í dag. Keflavík vann síðari hálfleikinn í dag með tuttugu og átta stigum. Keflavík setti niður fyrstu stig leiksins þegar Sara Hinriksdóttir setti niður gott skot en Stjarnan svaraði þó með þrist frá Kolbrún Maríu. Mikið jafnræði var með liðunum framan af leikhlutanum en þegar líða tók á leikhlutann komst Keflavík á frábært áhlaup. Keflavíkurliðið setti hvert skotið á fætur öðru á meðan ekkert virtist ætla að ganga hjá Stjörnunni og leiddi Keflavíkurliðið með þrettán stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-29. Keflavík setti fyrstu stig annars leikhluta og leit þetta vel út fyrir gestina um tíma en Stjarnan sýndi þó baráttu og söxuðu á forskot gestana. Bæði lið settu niður flott skot og Stjarnan náði meðal annars að klára fjögra stiga sókn þegar brotið var á Elísabetu Ólafsdóttur í þriggja stiga skoti sem fór ofan í og setti hún vítið niður að auki. Það sem einkenndi annan leikhlutann var mikil barátta þar sem hart var barist og ekkert gefið eftir. Keflavík reyndi að stinga Stjörnuna af sem náðu alltaf að klóra sig inn í leikinn aftur. Keflavík leiddi í hálfleik með ellefu stigum 39-50. Það voru gestirnir í Keflavík sem settu tóninn fyrir síðari hálfleik með því að setja niður fyrstu stig þriðja leikhluta. Það virtist allt falla með Keflavíkurliðinu í þriðja leikhlutanum sem settu niður hvert skotið á fætur öðru á meðan lánleysið var algjört hjá Stjörnunni. Keflavík leiddi eftir þriðja leikhluta 50-78. Fjórði leikhluti byrjaði með krafti fyrir gestina en Anna Ingunn Svansdóttir setti niður tvo þrista með stuttu millibili og kæfði þar alla von Stjörnunar um að geta komið til baka í þessum leik. Keflavík fór að rúlla á liðinu sínu og það virtist ekki skipta neinu máli hver var inni á vellinum því allar voru þær frábærar. Keflavík bauð upp á skotsýningu í fjórða leikhluta þar sem það rigndi þristum og leikurinn aldrei í hættu. Það fór svo að Keflavíkurliðið fór með öruggan 102-63 sigur af hólmi úr Umhyggjuhöllinni. Af hverju vann Keflavík? Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik þá varð þetta aldrei spurning í síðari hálfleiknum þar sem Keflavíkurliðið sýndi mátt sinn og Stjarnan átti fá svör við aðgerðum þeirra. Hverjar stóðu upp úr? Birna Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur. Setti 21 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Liðsheild Keflavíkur var frábær og komust nær allar á blað í þessum leik. Hvað gekk illa? Stjörnunni erfiðlega að ná stoppi á áhlaup Keflavíkur. Gerðu vel í að halda aftur af þeim í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik tóku gestirnir bara yfir. Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir Hauka í næstu umferð á meðan Stjarnan mætir Njarðvík hvort sem það verður í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða mögulega bara hér í Garðabæ. „Þurfum að horfa á frammistöður frekar en úrslit“ Stjarnan tapaði fyrir Keflavík með 39 stiga mun en Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var þó sáttur með sínar stúlkur. „Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Mér fannst við gera gríðarlega vel þar. Mér fannst við leggja okkur fram allan leikinn þannig ég er bara sáttur með mínar dömur.“ Stjarnan gerði vel sérstaklega í fyrri hálfleik og náði að halda í við Keflavíkurliðið en í síðari hálfleik stungu gestirnir þó af og vildi Arnar meina að ekkert hafi gerst í síðari hálfleik annað en að Keflavíkurliðið hefði sýnt að þær væru betra lið. „Hvað gerist? Þær eru betri en við, það er bara þannig. Ég held að það sé rétt hjá mér að þær eru með tvo A-landsliðsmenn á bekknum og það er það sem gerist. Við bara töpum fyrir liði sem er betra en við.“ Sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst við oft á tíðum hreyfa boltan vel, búa til góð skot, mér fannst við grimmari í sóknarfráköstum og mér fannst við reyna að hreyfa hann vel. Við lentum í vandræðum í hraðaupphlaups vörninni okkar og sérstaklega í fyrsta leikhluta en það gerist ekkert, þær eru bara betri en við.“ Þrátt fyrir ágætis frammistöðu á köflum frá Stjörnuliðinu þá fannst Arnari leikurinn hafa runnið þeim endanlega úr greipum snemma í síðari hálfleik. „Við fáum álitleg tækifæri í þriðja en hittum ekki vel og þær fara niður og setja djúpa þrista. Gera það sem þær eru góðar í og við missum þær á opin völl og Anna Ingunn bombar niður einhverjum tveimur niður [þristum] neðan af Álftanesi held ég og það gerði okkur erfitt fyrir.“ Þrátt fyrir tapið vill Arnar þó meina að Stjörnuliðið geti tekið helling út úr þessum leik. „Við getum tekið helling út úr þessu. Við gerðum ágætis hluti á löngum köflum og gerðum það vel. Við erum mjög meðvituð um hvar við stöndum og hvernig lífið okkar er og við erum sátt við margt í dag. Þið getið verið orðin svolítið leið á því að ég sé alltaf að tönglast á þessu en við þurfum að horfa í frammistöður frekar en úrslit hérna í efri hlutanum.“ „Þetta eru verðlaun fyrir það að hafa komist í efri hlutan og það er að fá að keppa við þessar stelpur. Við þurfum að ná góðum frammistöðum og mér fannst við ná því. Fyrri hálfleikurinn, ég var mjög ánægður með hann og það var meira að segja margt í seinni hálfleik sem að ég var sáttur við þó svo að leikurinn hafi hlaupið frá okkur. Þær bara gerðu gríðarlega vel og Birna var outstanding í dag sem dæmi og þær eru með ótrúlega mikið af vopnum og stelpur sem eru bara ógeðslega góðar. Þegar hitt liðið er gott þá bara tapar þú.“ „Við vorum að fá gott framlag frá mörgum“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli með 39 stiga mun þegar þessi lið áttust við í Subway deild kvenna í kvöld. Lokastaðan var 63-102. „Ég er mjög ánægðir með leikinn. Sérstaklega síðari hálfleikinn varnarlega. Þær fengu svo rosalega marga sénsa í sóknunum í fyrri hálfleik. Þær voru að taka og hreinsa upp öll fráköst og það voru svona hlutir sem að við virkilega þurftum að laga í seinni hálfleik og gerðum vel plús það að við fórum að hitta vel svo þetta var bara góður sigur.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. Keflavík fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn en snéru út í síðari hálfleikinn mun beittari. „Við vorum bara að leggja okkur mikið meira fram og halda þeim frá körfunni og ná fráköstunum. Stjarnan var ekkert að hitta vel í fyrri hálfleiknum en þær fengu alltaf annan, þriðja og fjórða séns og það hlaut að enda með því að þær skora og hanga inni í leiknum svolítið þannig. Við fórum að stíga betur út og í kjölfarið fáum við miklu meira af hraðaupphlaupum og byggðum bara ofan á þetta forskot sem að við vorum með í hálfleik og seinni hálfleikur var bara nokkuð góður allur.“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Keflavíkurliðið var mun sterkari í síðari hálfleiknum og vildi Sverrir Þór meina að lykillinn af sigrinum væri barátta og liðsheild. „Barátta og liðsheild. Ég myndi segja að það væri svolítið svoleiðis. Við vorum að fá gott framlag frá mörgum.“ Það vakti athygli fréttaritara að allar stelpurnar í liði Keflavíkur komust næstum á blað fyrir utan eina en síðustu mínútur leiksins reyndi Keflavíkurliðið mikið að finna þann leikmann. „Já, það hefði verið gaman ef hún hefði líka komist á blað en það er bara stundum svona. Eins og ég segi gott framlag og við hittum illa í fyrri hálfleik nema Birna, hún var þrír af þrem en þá voru fleirri sem fóru að sökkva þristunum sínum í seinni og það náttúrulega munar um það að fá það inn í leikinn.“ Næsta verkefni Keflavíkur verður Haukar og er Sverrir Þór spenntur fyrir framhaldinu. „Það er náttúrulega búið að skipta upp deildinni og þetta eru allt hörku leikir. Liðin eru mörg hver búin að bæta í hópinn sinn og þetta verður bara hörku keppni og það er bara skemmtilegt.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan
Keflavík valtaði yfir Stjörnuna þegar liðin mættust í A-hluta Subway-deildar kvenna í dag. Keflavík vann síðari hálfleikinn í dag með tuttugu og átta stigum. Keflavík setti niður fyrstu stig leiksins þegar Sara Hinriksdóttir setti niður gott skot en Stjarnan svaraði þó með þrist frá Kolbrún Maríu. Mikið jafnræði var með liðunum framan af leikhlutanum en þegar líða tók á leikhlutann komst Keflavík á frábært áhlaup. Keflavíkurliðið setti hvert skotið á fætur öðru á meðan ekkert virtist ætla að ganga hjá Stjörnunni og leiddi Keflavíkurliðið með þrettán stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-29. Keflavík setti fyrstu stig annars leikhluta og leit þetta vel út fyrir gestina um tíma en Stjarnan sýndi þó baráttu og söxuðu á forskot gestana. Bæði lið settu niður flott skot og Stjarnan náði meðal annars að klára fjögra stiga sókn þegar brotið var á Elísabetu Ólafsdóttur í þriggja stiga skoti sem fór ofan í og setti hún vítið niður að auki. Það sem einkenndi annan leikhlutann var mikil barátta þar sem hart var barist og ekkert gefið eftir. Keflavík reyndi að stinga Stjörnuna af sem náðu alltaf að klóra sig inn í leikinn aftur. Keflavík leiddi í hálfleik með ellefu stigum 39-50. Það voru gestirnir í Keflavík sem settu tóninn fyrir síðari hálfleik með því að setja niður fyrstu stig þriðja leikhluta. Það virtist allt falla með Keflavíkurliðinu í þriðja leikhlutanum sem settu niður hvert skotið á fætur öðru á meðan lánleysið var algjört hjá Stjörnunni. Keflavík leiddi eftir þriðja leikhluta 50-78. Fjórði leikhluti byrjaði með krafti fyrir gestina en Anna Ingunn Svansdóttir setti niður tvo þrista með stuttu millibili og kæfði þar alla von Stjörnunar um að geta komið til baka í þessum leik. Keflavík fór að rúlla á liðinu sínu og það virtist ekki skipta neinu máli hver var inni á vellinum því allar voru þær frábærar. Keflavík bauð upp á skotsýningu í fjórða leikhluta þar sem það rigndi þristum og leikurinn aldrei í hættu. Það fór svo að Keflavíkurliðið fór með öruggan 102-63 sigur af hólmi úr Umhyggjuhöllinni. Af hverju vann Keflavík? Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik þá varð þetta aldrei spurning í síðari hálfleiknum þar sem Keflavíkurliðið sýndi mátt sinn og Stjarnan átti fá svör við aðgerðum þeirra. Hverjar stóðu upp úr? Birna Benónýsdóttir var frábær í liði Keflavíkur. Setti 21 stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Liðsheild Keflavíkur var frábær og komust nær allar á blað í þessum leik. Hvað gekk illa? Stjörnunni erfiðlega að ná stoppi á áhlaup Keflavíkur. Gerðu vel í að halda aftur af þeim í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik tóku gestirnir bara yfir. Hvað gerist næst? Keflavík heimsækir Hauka í næstu umferð á meðan Stjarnan mætir Njarðvík hvort sem það verður í Ljónagryfjunni í Njarðvík eða mögulega bara hér í Garðabæ. „Þurfum að horfa á frammistöður frekar en úrslit“ Stjarnan tapaði fyrir Keflavík með 39 stiga mun en Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var þó sáttur með sínar stúlkur. „Mjög ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur. Mér fannst við gera gríðarlega vel þar. Mér fannst við leggja okkur fram allan leikinn þannig ég er bara sáttur með mínar dömur.“ Stjarnan gerði vel sérstaklega í fyrri hálfleik og náði að halda í við Keflavíkurliðið en í síðari hálfleik stungu gestirnir þó af og vildi Arnar meina að ekkert hafi gerst í síðari hálfleik annað en að Keflavíkurliðið hefði sýnt að þær væru betra lið. „Hvað gerist? Þær eru betri en við, það er bara þannig. Ég held að það sé rétt hjá mér að þær eru með tvo A-landsliðsmenn á bekknum og það er það sem gerist. Við bara töpum fyrir liði sem er betra en við.“ Sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar. Arnar Guðjónsson á hliðarlínunni.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Mér fannst við oft á tíðum hreyfa boltan vel, búa til góð skot, mér fannst við grimmari í sóknarfráköstum og mér fannst við reyna að hreyfa hann vel. Við lentum í vandræðum í hraðaupphlaups vörninni okkar og sérstaklega í fyrsta leikhluta en það gerist ekkert, þær eru bara betri en við.“ Þrátt fyrir ágætis frammistöðu á köflum frá Stjörnuliðinu þá fannst Arnari leikurinn hafa runnið þeim endanlega úr greipum snemma í síðari hálfleik. „Við fáum álitleg tækifæri í þriðja en hittum ekki vel og þær fara niður og setja djúpa þrista. Gera það sem þær eru góðar í og við missum þær á opin völl og Anna Ingunn bombar niður einhverjum tveimur niður [þristum] neðan af Álftanesi held ég og það gerði okkur erfitt fyrir.“ Þrátt fyrir tapið vill Arnar þó meina að Stjörnuliðið geti tekið helling út úr þessum leik. „Við getum tekið helling út úr þessu. Við gerðum ágætis hluti á löngum köflum og gerðum það vel. Við erum mjög meðvituð um hvar við stöndum og hvernig lífið okkar er og við erum sátt við margt í dag. Þið getið verið orðin svolítið leið á því að ég sé alltaf að tönglast á þessu en við þurfum að horfa í frammistöður frekar en úrslit hérna í efri hlutanum.“ „Þetta eru verðlaun fyrir það að hafa komist í efri hlutan og það er að fá að keppa við þessar stelpur. Við þurfum að ná góðum frammistöðum og mér fannst við ná því. Fyrri hálfleikurinn, ég var mjög ánægður með hann og það var meira að segja margt í seinni hálfleik sem að ég var sáttur við þó svo að leikurinn hafi hlaupið frá okkur. Þær bara gerðu gríðarlega vel og Birna var outstanding í dag sem dæmi og þær eru með ótrúlega mikið af vopnum og stelpur sem eru bara ógeðslega góðar. Þegar hitt liðið er gott þá bara tapar þú.“ „Við vorum að fá gott framlag frá mörgum“ Keflavík lagði Stjörnuna af velli með 39 stiga mun þegar þessi lið áttust við í Subway deild kvenna í kvöld. Lokastaðan var 63-102. „Ég er mjög ánægðir með leikinn. Sérstaklega síðari hálfleikinn varnarlega. Þær fengu svo rosalega marga sénsa í sóknunum í fyrri hálfleik. Þær voru að taka og hreinsa upp öll fráköst og það voru svona hlutir sem að við virkilega þurftum að laga í seinni hálfleik og gerðum vel plús það að við fórum að hitta vel svo þetta var bara góður sigur.“ Sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í dag. Keflavík fóru með ellefu stiga forskot inn í hálfleikinn en snéru út í síðari hálfleikinn mun beittari. „Við vorum bara að leggja okkur mikið meira fram og halda þeim frá körfunni og ná fráköstunum. Stjarnan var ekkert að hitta vel í fyrri hálfleiknum en þær fengu alltaf annan, þriðja og fjórða séns og það hlaut að enda með því að þær skora og hanga inni í leiknum svolítið þannig. Við fórum að stíga betur út og í kjölfarið fáum við miklu meira af hraðaupphlaupum og byggðum bara ofan á þetta forskot sem að við vorum með í hálfleik og seinni hálfleikur var bara nokkuð góður allur.“ Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, í leik kvöldsinsVísir/Hulda Margrét Keflavíkurliðið var mun sterkari í síðari hálfleiknum og vildi Sverrir Þór meina að lykillinn af sigrinum væri barátta og liðsheild. „Barátta og liðsheild. Ég myndi segja að það væri svolítið svoleiðis. Við vorum að fá gott framlag frá mörgum.“ Það vakti athygli fréttaritara að allar stelpurnar í liði Keflavíkur komust næstum á blað fyrir utan eina en síðustu mínútur leiksins reyndi Keflavíkurliðið mikið að finna þann leikmann. „Já, það hefði verið gaman ef hún hefði líka komist á blað en það er bara stundum svona. Eins og ég segi gott framlag og við hittum illa í fyrri hálfleik nema Birna, hún var þrír af þrem en þá voru fleirri sem fóru að sökkva þristunum sínum í seinni og það náttúrulega munar um það að fá það inn í leikinn.“ Næsta verkefni Keflavíkur verður Haukar og er Sverrir Þór spenntur fyrir framhaldinu. „Það er náttúrulega búið að skipta upp deildinni og þetta eru allt hörku leikir. Liðin eru mörg hver búin að bæta í hópinn sinn og þetta verður bara hörku keppni og það er bara skemmtilegt.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum