Tennisboltar, súkkulaðipeningar og regnslár töfðu leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 11:31 Gregor Kobel, markvörður Borussia Dortmund, lagði sitt af mörkum við að koma tennisboltunum af vellinum. Leon Kuegeler/Getty Images Mótmæli settu svip sinn á leiki í tveimur af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu í gær og þurfti ýmist að gera hlé eða flauta leiki snemma af vegna þeirra. Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina. Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina.
Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira