Tennisboltar, súkkulaðipeningar og regnslár töfðu leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. febrúar 2024 11:31 Gregor Kobel, markvörður Borussia Dortmund, lagði sitt af mörkum við að koma tennisboltunum af vellinum. Leon Kuegeler/Getty Images Mótmæli settu svip sinn á leiki í tveimur af stærstu knattspyrnudeildum Evrópu í gær og þurfti ýmist að gera hlé eða flauta leiki snemma af vegna þeirra. Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina. Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira
Í þýsku deildinni vann Borussia Dortmund öruggan 3-0 sigur gegn Freiburg þar sem Donyell Malen skoraði tvö fyrir heimamenn í fyrri hálfleik áður en Niclas Füllkrugg innsiglaði sigurinn með marki á 87. mínútu. Annað mark Malen var skorað á sjöundu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks, en mótmæli stuðningsmanna urðu einmitt til þess að svo miklu var bætt við. Á 36. mínútu leiksins létu stuðningsmenn tennisboltum og súkkulaðipeningum rigna inn á völlinn til að mótmæla fjárfestingatillögu þýska knattspyrnusambandsins. Fjárfestingatillagan felur í sér að selja hluta af sjónvarpsrétti þýsku deildarinnar til að sækja aukið fjármagn. Því þurfti að gera tíu mínútna hlé á leiknum til að hreins völlinn, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt athæfi setur strik í reikninginn í þýsku deildinni á þessu tímabili. Í síðasta mánuði þurfti einnig að gera hlé á leik Dortmund gegn FC Köln til að hreinsa súkkulaðipeninga af vellinum og í desember á síðasta ári hafði Tennisboltaregn í leik Bochum og Union Berlin sömu áhrif. Á Spáni höfðu sambærileg mótmæli stuðningsmanna Cadiz þau áhrif að flauta þurfti leik liðsins gegn Real Betis fyrr af en áætlað var. Á þriðju mínútu uppbótartíma köstuðu stuðningsmenn liðsins regnslám inn á völlinn, sem varð til þess að seinasta mínúta uppbótartímans var aldrei spiluð og Real Betis fagnaði 2-0 sigri eftir mörk frá Willian Jose og Pablo Fornals. Stuðningsmenn Cadiz voru þó ekki að mótmæla neinni fjárfestingatillögu, heldur einfaldlega hörmulegu gengi liðsins á tímabilinu. Cadiz situr í 18. sæti spænsku deildarinnar með 17 stig eftir 24 leiki og liðið hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu. Seinasti deildarsigur Cadiz var 1. september á síðasta ári þegar liðið vann 3-1 sigur gegn Villarreal, en liðið er einnig fallið úr leik í spænska konungsbikarnum, Copa del Rey, eftir niðurlægjandi tap gegn D-deildarliði Arandina.
Þýski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Sjá meira