Vilja breyta reglum eftir mál Arnars Smári Jökull Jónsson skrifar 11. febrúar 2024 08:00 Arnar Gunnlaugsson sést hér í símanum á meðan leikur Vals og Víkings fer fram en Arnar var í leikbanni í leiknum. Valsmenn kærðu afskipti Arnars eftir leikinn. Vísir/Anton Brink Stjórn Íslensks Toppfótbolta hefur lagt fram tillögu til ályktunar á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillagan kemur til eftir kærumál vegna leikbanns Arnars Gunnlaugssonar á síðustu leiktíð. Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér. Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Ársþing KSÍ fer fram síðar í mánuðinum og verður formannskjör sambandsins þar í brennidepli en þrír aðilar hafa gefið kost á sér í embættið. Á þinginu verða ýmsar tillögur bornar upp til atkvæða eða til ályktunar og kennir ýmissa grasa þegar rýnt er í tillögurnar sem finna má á heimasíðu KSÍ. Meðal þeirra er tillaga frá stjórn Íslensks Toppfótbolta en hún snýr að því þegar þjálfari eða forystumaður liðs er í leikbanni. Tillögunni er ætlað að skýra betur reglur sem gilda þegar þjálfari er í leikbanni en á síðustu leiktíð komst mál Arnars Gunnlaugssonar þjálfara Víkinga í hámæli eftir viðureign Víkings og Vals í Bestu deildinni. Arnar var í leikbanni í leiknum en var í stúkunni á meðan á leik stóð og í símasambandi við þjálfarateymi sitt á varamannabekknum. Þá var Arnar einnig mættur í viðtöl við fjölmiðla að leik loknum. Klara Bjartmarz, fráfarandi framkvæmdastjóri KSÍ, óskaði eftir því að aga- og úrskurðarnefnd sambandsins myndi taka málið fyrir og var niðurstaða nefndarinnar að Arnar hefði ekki gerst brotlegur við reglur. Valsmenn kærðu þá niðurstöðu og eftir mikið havarí voru Víkingar á endanum dæmdir til að greiða sekt vegna málsins. Á heimasíðu KSÍ má nú sjá áðurnefnda tillögu frá stjórn Íslensks Toppfótbolta. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að hún sé uppfærsla á reglugerð í samræmi við agareglugerð FIFA. „Á síðasta keppnistímabili þvældist mál þjálfara innan agakerfis KSÍ í margar vikur þar sem ákvæði þetta þótti ekki nægilega skýrt. Hér er tillaga um að uppfæra ákvæðið í samræmi við þá tækni sem mögulegt er að nota og í samræmi við skýrar agareglur FIFA,“ segir í greinargerð sem fylgir tillögunni og undirrituð af stjórn ÍTF. Enginn sími, tölva eða fjölmiðlar Ákvæðið sem umræðir er grein 12.7 í kaflanum „Viðurlög og refsingar“ í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðamál. Í greininni kemur fram að þjálfari eða forystumaður sem tekur út leikbanni skuli vera á meðal áhorfenda mæti hann á leikstað. Þetta gildir frá og með einni klukkustund fyrir leik og þar til dómari flautar til leiksloka. Á því tímabili má viðkomandi ekki vera á leikvellinum, í boðvangi, í búningsherbergjum eða annars staðar þar sem hann getur verið í tengslum við sitt lið. Í tillögu stjórnar Íslensks Toppfótbolta bætist síðan við eftirfarandi texti: „Viðkomandi má ekki með neinum hætti vera í tengslum við lið sitt á sama tímabili, t.a.m. ekki í gegnum símtæki, tölvu eða með öðrum slíkum hætti. Jafnframt er viðkomandi óheimilt að taka þátt í fjölmiðlaviðburðum á leikvangi að leik loknum.“ Eins og áður segir verður tillagan tekin fyrir á ársþingi KSÍ síðar í mánuðinum. Tillöguna í heild sinni má lesa hér.
Besta deild karla KSÍ Valur Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Sjá meira
Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. 27. september 2023 12:36