Segja göng Hamas liggja undir höfuðstöðvum UNRWA Árni Sæberg skrifar 11. febrúar 2024 08:39 Ísraelsmenn í göngum Hamas, sem sögð eru beint undir höfuðstöðvum UNRWA. Ariel Schalit/AP Talsmenn Ísraelshers segja að mörg hundruð metra langt ganganet Hamas hafi fundist á Gasa. Göng hryðjuverkasamtakanna liggi meðal annars undir höfuðstöðvum Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, UNRWA. Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Í frétt Reuters um málið segir að fréttamönnum hafi verið boðið í vettvangsferð um göngin í fylgd sérfræðinga Ísraelshers. Eftir um tuttugu mínútna göngu í steikjandi hita ofan í göngunum hafi leiðsögumaður ferðarinnar sagt hópinn vera undir höfuðstöðvum UNRWA. Ísraelskur hermaður slakar myndavél ofan í göng Hamasliða. Þessi mynd er tekin innan lóðar UNRWA.Ariel Schalit/AP Þar hafi mátt sjá einhvers konar skrifstofurými með verðmætaskápum og tölvuþjónaherbergi. „Öllu er stýrt héðan. Allt rafmagnið fyrir göngin sem þið genguð í gegnum kemur héðan. Þetta er ein miðstöðva leyniþjónustunnar, þetta er einn af stöðunum þar sem leyniþjónusta Hamas stýrði átökunum,“ er haft eftir Ido, liðforingja Ísraelshers, sem leiddi vettvangsferðina. Kannast ekkert við göngin Töluvert hefur gustað um Palestínuflóttamannaaðstoðina eftir að fullyrt var að hluti starfsmanna hennar væru hliðhollir Hamas. Það hefur meðal annars leitt til þess að fjöldi ríkja hefur stöðvað eða fryst greiðslur til stofnunarinnar. Ísland er með þeirra sem hafa fryst greiðslur. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að höfuðstöðvar hennar á Gasaströndinni hefðu verið rýmdar þann 12. október síðastliðinn, fimm dögum eftir að stríðið hófst. Því gæti stofnunin ekki staðfest tilvist ganganna né tjáð sig um þau að öðru leyti. „UNRWA býr hvorki yfir hernaðar- og öryggismálaþekkingu né getu til þess að ráðast í rannsóknir á því hvað er, eða gæti verið, undir bækistöðvum stofnunarinnar.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira