Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 15:38 Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru í Kaíró til að hitta fulltrúa Egyptalands, Ísraels og Norðurlandanna. Vísir/Einar Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. „Þá eru sömuleiðis fyrirhugaðir fundir með fulltrúum Norðurlandanna sem og Ísrael,“ segir enn fremur. Ekki liggur fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins hversu lengi þau verða úti en ferðin var farin í þeim tilgangi „að sinna áframhaldandi undirbúningi utanríkisráðuneytisins“. Spurð um reynslu fulltrúanna við slík störf segir í svari utanríkisráðuneytisins að þau hafi „víðtæka reynslu úr utanríkisþjónustunni, af borgaraþjónustumálum sem og reynslu af störfum á mannúðarsvæðum.“ Taka fyrir beiðni sjálfboðaliða um fund Fram kom í viðtali við Semu Erlu Serdaroglu á Vísi í dag að hún, og aðrir sjálfboðaliðar sem eru staddir í Egyptalandi, hefðu sett sig í samband við ráðuneytið og hefðu áhuga á að komast í samband við þau. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að óformleg beiðni frá sjálfboðaliðunum í Kaíró sé til skoðunar í ráðuneytinu. Sjálfboðaliðarnir eru í Egyptalandi til að aðstoða fólk sem er komið með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar yfir landamærin. Eftir að fólk er komið yfir landamærin getur það leitað aðstoðar Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar til að komast til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sér félagsmálaráðuneytið alfarið um samskipti við stofnunina. Utanríkismál Egyptaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
„Þá eru sömuleiðis fyrirhugaðir fundir með fulltrúum Norðurlandanna sem og Ísrael,“ segir enn fremur. Ekki liggur fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins hversu lengi þau verða úti en ferðin var farin í þeim tilgangi „að sinna áframhaldandi undirbúningi utanríkisráðuneytisins“. Spurð um reynslu fulltrúanna við slík störf segir í svari utanríkisráðuneytisins að þau hafi „víðtæka reynslu úr utanríkisþjónustunni, af borgaraþjónustumálum sem og reynslu af störfum á mannúðarsvæðum.“ Taka fyrir beiðni sjálfboðaliða um fund Fram kom í viðtali við Semu Erlu Serdaroglu á Vísi í dag að hún, og aðrir sjálfboðaliðar sem eru staddir í Egyptalandi, hefðu sett sig í samband við ráðuneytið og hefðu áhuga á að komast í samband við þau. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að óformleg beiðni frá sjálfboðaliðunum í Kaíró sé til skoðunar í ráðuneytinu. Sjálfboðaliðarnir eru í Egyptalandi til að aðstoða fólk sem er komið með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar yfir landamærin. Eftir að fólk er komið yfir landamærin getur það leitað aðstoðar Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar til að komast til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sér félagsmálaráðuneytið alfarið um samskipti við stofnunina.
Utanríkismál Egyptaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Framsóknarmenn velja sér ritara Innlent Fleiri fréttir Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Sjá meira
Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13
Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13
„Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43
Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50