Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Þar segir að þrjú uppsjávarveiðiskip hafi tekið þátt í yfirferð á loðnumælingum.
Skipin Heimaey og Polar Ammassak hafi þurft frá að hverfa af Vestfjarðamiðum um helgina vegna veðurs. Áætlað er að yfirferðinni ljúki á miðvikudaginn. Ásgrímur Halldórsson hafi lokið við sína yfirferð úti fyrir Norðaustur- og Austurlandi um helgina.
„Þótt yfirferðinni sé ekki lokið vill Hafrannsóknastofnun upplýsa strax að mjög lítið hefur mælst af loðnu það sem af er þessari febrúarmælingu. Gert er ráð fyrir frekari vöktun og yfirferð að þessum mælingum loknum en fyrirkomulag þeirra skýrist seinna í vikunni,“ segir í tilkynningunni.
Svæðin sem verði þá líklegast lögð áhersla á séu norðvestur af landinu og undan Vestfjörðum ásamt Suðausturmiðum. Kristján Már Unnarsson ræddi við Birki Bárðarson, fiskifræðing og leiðangursstjóra Hafrannsóknunarstofnunar, um loðnuleitina í síðustu viku.